Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 24
24
stóli 1525, svo a'S fyr en það ár getur þaS elcki hafa átt
sér staS. TaliS er svo, aS hann hafi fengiS sænskan prest
Jón Mattíasson JMattheusson er hann venjulega skrif-
aSur í samtíma skjölum) til þess aS flytja hingaÖ prent-
smiÖju og gerast hér prentari. Þess hefur veriÖ getiÖ til,
aÖ Jón sænski (Tins og hann oftast var kallaSur hér) hafi
flúiS úr Svíaríki eftir aÖ lúterska siÖbótin komst þar á
1526, því hann hafi ekki viljaS skifta um trú. Sú tilgáta
er næsta ótrúleg, því aS hann virSist harmkvælalaust hafa
tekiS hina nýju trú, þegar hún var lögboSin i Hólastipti
fjórSungi aldar seinna; en auÖvitaö gæti hann hafa teki'S
sinnaskiftum í millitiÖ. Nú er og þess aÖ gæta, aS Jón
prestur mun þegar eftir hingaS komu sína hafa orÖiS rnjög
handgenginn Jóni biskupi, iþví aS hann var lærÖur maÖur
og víst reyndur í mörgu; þó er hans hvergi getiÖ í skjöl-
um fyr en 1535. Nú er því mi'Sur sú eina bók, sent menn
meS vissu vita, aö prentuÖ var norSanlands í tíS Jóns
biskups hvergi til heil og þaÖ liggur nolckur efi á um ár-
tal hennar. SíSasta eintak af henni, sem sögur fara af,
fórst eins og mart annaÖ verömætt í Kaupmannahöfn
1728, þegar Ibókasafn Árna Magnússonar brann; en
Grunnavíkur-Jón haf'Si séS og handleikiÖ þaÖ eintak.
SíÖar skrifaÖi hann upp titil þess eftir minni, og þar meÖ,
aÖ prentun bókarinnar hafi veriS lokiö 1. maí 1534. En
þaS veikir nokkuÖ gildi þessa vitnisburSar, aS Jón hefur
sjálfur mörgum árum seinna ritaS, aS bókin hafi veriÖ
prentuÖ 1535-36 eSa 1537; þar fer hann reyndar rangt
meÖ titilinn og skrifar Missionale fyrir Bmnarium, og
bendir þaÖ auövitaÖ á ekki lítiÖ rangminni. Því virðist
mega álita, að hinni fyrri frásögn hans 11111 1534 sé ‘betur
aÖ treysta, enda var þá styttra liðið frá brunanum, er hann
reit hana, og því minni hans tryggara. En þessar vöflur
Jóns um ártalið, hafa stutt þá skoSun, að ibókin hafi virki-
lega verÖ prentuð 1535 eSa 1536 og menn hafa sett stofn-