Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 147
145
orö frá hreppstjóranum, sem bjó á næsta bæ, aS hann
biður Jón aÖ finna sig. Jón fer. Þegar þangað kemur,
segir hreppstjórinn að hann hafi skipan frá sýslumanni
að taka Jón fastan. Spyr Jón hverjar sakir séu bornar
á sig, hreppstjóri segir að maður hafi komið i Ólafs-
vík, sem er kauptún; hafi maður þessi, sem var frændi
Jóns og góður vin, keypt þar i búðinni ýmislegt og ætlaði
að borga eitthvað í peningum, og kastar pening á búðar-
borðið, dettur hann þá í tvo parta. Er þá sýslumanni
gert aðvart, og er peningsbrotin eru skoðuð sást, að hann
var úr málmblending. Spyr sýslumaður mann þenna,
hvaðan eða hvar hann hafi fengið pening þenna, segist
hann hafa fengið hann hjá frænda sínum, Jóni Andrés-
syni. Sendi sýslumaður þá mann til hreppstjórans og
skipar honum að taka Jón fastann, setti hreppstjóri Jón
í járn.
Að kvöldi þess dags bannar hreppstj. heimilisfólkinu
að fara út úr bænum um nóttina, hótaði hverjum höröu,
sem hreytti á móti boði sínu. Á heimili hreppstj. var
maður, sem var frændi Jóns og hans bezti vinur. Nú
sagðist amma mín (dcona Jóns) hafa verið á fótum, og
verið að bíða eftir bónda sínum. Þegar komfö var fram
á nótt, kemur þessi maður, frændi Jóns, hafði hann brotið
hann hreppstjóra. og kemur með lykil, sem hann segir
að Jón hafi beðið sig að færa henni, hafi Jón sagt að hún
vissi hvað hún ætti að gera—var asi mikill á manninum,
og flýtir sér að því búnu heim. Nú sagðist amma min
hafa farið í smiðastofu Jóns og lýkur upp skáp, sem
]?ar var, með lykli þeim, sem maðurinn færði
henni. Tekur hún alt úr skápnum, sem hún áleit að
kæmi sér illa að sæist, nema peningslíki úr tini, er hún
lætur vera þar eftir. Um morguninn kemur hreppstjór-
inn með tvo menn, áður fólk var risið úr rekkju, og seg-
ir hann ömmu minni að fá sér alla lykla, og gerir hún