Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 105
103
alla verustaði Stefáns heima á íslandi. Hann hafÖi þar
oft bústaðaskifti. Hann giftist áriS 1875 Sigríði Sig-
mundsdóttur frá Árnanesi í Nesjasveit, Skaftafellssýslu.
Fluttust til þessa lands 1893 og voru samskipa yfir hafið
séra Matthíasi Jochumssyni þegar hann fór til Chicago
sýningarinnar. Fyrsta búskaparár sitt hér í þessu landi
bjuggu þau á Flugustöðum í ísafoldarbygð í Nýja íslandi,
fluttust þaðan að Húsabakka viö íslendingafljót og voru
þar 1 ár, fóru þaðan að Ökrum í Árnesbygð og voru þar í
ár, þaðan að Gimli og voru þar 4 ár, þaðan til Selkirk og
bjuggu þar í 9 ár. Fluttust þaðan til Merwin, Sask., tóku
þar heimilisrétt á landi, bjuggu þar 4 ár, fluttust hingað
1914. 29. september 1925 áttu þau 50 ára hjónabands
afmæli sitt og var þess minst af íslendingum hér í bæ
með myndarlegu samsæti, sem þeim var haldið. 2. júní
1927 andaðist Sigríður kona hans. Gamli maðurinn
Stefán er nú til heimilis hjá Sigurjóni syni sínum, er enn
furðu ern og frár á fóturn, lítið lotinn, ekkert hærður,
hefir góða sjón á átttugasta og þriðja ári. Stefán og Sig-
ríður eignuðust 7 börn, 2 dáin. Sigmundur, fulltíða
maður dó í þessu landi. Þau, sem lifa eru þessi: Stein-
unn Sigurbjörg, kona Kristjáns Hávarðssonar, búa að
Lundar, Man. Haildór, giftur Jörínu Auði Gunnars-
dóttur Friðrikssonar ("Sjá um Halldór í þætti Gunnars
hér að framan). Sigurjón, giftur Helgu Þórarinsdóttur
Stefánssonar, bónda á Red Deer Point. Sigurjón á sög-
unarmylnu hér í bænum, vinnur í henni efni i fiskikassa
og fleira, er bæði trésmiður og járnsmiður, og er fjöl-
hæfur maður til flestra verka. Þau hjón eiga gott heim-
ili hér í bænum. Sigurborg, gift manni af enskum ætt-
um, Thomas Dennison, þau búa í Sask. Sigríður gift
Núma lækni Finnbogasyni Hjálmarssonar að Lundar.
Man.