Eimreiðin - 01.07.1950, Síða 13
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
165
Homo sapiens.
Hin skynsemi gædda mannvera, homo sapiens, er
samkvæmt áliti þessu, sjálfri sér lík hvar sem er í
heiminum. Einu einkennin, sem mannfræðingar geta
stuðzt við, þegar greina skal mannkynið í kvíslir, er
líkamlegt útlit og lundarfar. En það eru engar sann-
anir til fyrir því, að vitsmuna- og tilfinningaþroski
ttianna fari eftir því, hvaða kynkvísl þeir teljast til.
Vísindalegar rannsóknir virðast staðfesta, að sálar-
gáfur og andlegt atgervi sé að finna hjá öllum kyn-
kvíslum, en að mismunandi uppeldi, menntun og lífs-
kjör valdi fyrst og fremst þeim mun, sem vart verður
1 fari þjóðflokka jarðarinnar.
Það eru ekki heldur neinar sannanir til fyrir því, að
kynblöndun og þjóðasamsteypur hafi nokkrar hættur
1 för með sér fyrir vöxt og viðgang mannlífsins. Líf-
fræðingar telja, að slík kynblöndun geti þvert á móti,
Undir vissum kringumstæðum, haft heppileg áhrif á
afkomendurna. En fyrst og fremst eru afleiðingar
kynblöndunar, hvort sem er um illar eða góðar að
ræða, þjóðfélagslegs eðlis.
Allir menn, af hvaða kynstofni sem er, hafa hæfi-
feika til að lifa í samfélagi, til að skilja eðli og gildi
Samhjálpar og gagnkvæmrar þjónustu og til að virða
bjóðfélagsleg lög og fyrirmæli.
Hannsóknir í líffræði styðja þá siðfræði, að mann-
kynið sé allt eitt bræðralag. Því mennirnir eru gæddir
börf til samstarfs, og fái þeir ekki þeirri þörf fullnægt,
sýkjast menn og þjóðir, hrörna og deyja. Maðurinn er
bjóðfélagsleg vera, sem ekki nýtur sín nema í sam-
Vlnnu við aðra menn. Fyrirmælin um, að hver maður