Eimreiðin - 01.07.1950, Page 14
166
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
eigi að gæta bróður síns, eru líffræðilegt lögmál. Því
hver maður er hluti úr heild, smáögn úr risastórri vél,
en þó nógu stór til þess, að bili hann, þá bilar öll vélin.
I þrengri merkingu orðsins eru kynþættirnir svo
fáir á jörðinni, að telja má þá á fingrum sér. Arfgeng
séreinkenni þessara kynþátta eru ætíð fá í sanian-
burði við þau, sem eru sameiginleg öllum mönnum,
án tillits til hverrar þjóðar þeir eru. Frá líffræðilegn
sjónarmiði séð, verður orðið kynþáttur ekki skýr-
greint öðruvísi en svo, að með því sé átt við vissa
hluta mannkynsins, sem vegna einangrunar frá öðrum
heildum fyrr á tímum, eða af öðrum ástæðum hafa
ákveðin sérstæð líkamseinkenni og frábrugðið útlit
öðrum heildum af stofninum homo sapiens. Á þessa
leið er gerð grein fyrir því áliti vísindamannanna fra
UNESCO, hvað átt sé við með orðinu kynþáttur. En
svo er orðið oft notað í allt annarri og lausari merk-
ingu. Mönnum af sama þjóðerni er stundum skipað 1
flokk sér og hann talinn sérstakur kynþáttur. Land-
fræðileg takmörk ráða stundum þessari greiningu>
stundum trúarbrögð, tunga eða sérstök menningar'
einkenni. En þetta er rangt. Bandaríkjamenn, Englend-
ingar eða Frakkar eru ekki kynþættir. Þjóðir eru yfb’"
leitt ekki kynþættir. Kaþólskir, Múhameðstrúarmenn
eða gyðingar ekki heldur. Tungumál skipta mönnum
ekki út af fyrir sig í kynþætti. íslendingar, Englend-
ingar, Tyrkir og Kínverjar eru þjóðaheildir, svo að
dæmi séu nefnd, en ekki kynþættir.
Fái kynþættir jarðarinnar svipuð tækifæri til mennt-
unar og þroska, reynist lítill munur á afköstum þeirra,
bæði líkamlegum og andlegum. Persónuleiki manna
og skapgerð er hvorttveggja ákaflega mismunandi