Eimreiðin - 01.07.1950, Page 16
168
Vlf) ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
fjölbreytilegt innan hvaða kynþáttar sem er. En það
er engin ástæða til að ætla, að einn kynþáttur standi
öðrum framar að skapgerð. Hlutföllin eru lík í þeim
efnum sem öðrum. Maðurinn er að upplagi sjálfum
sér líkur, hvar sem er á jörðunni.
Það er þessi skoðun á mönnunum, sem þarf að fá
að ryðja sér til rúms, ef bræðralagshugsjónin á að
sigra. Eskimóinn, svertinginn eða rauðskinninn eiga
sama rétt til lífsins eins og þær þjóðir, sem nú ráða
í heiminum. Frelsi, jafnrétti, bræðralag er takmark
Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt fjárhagsáætlun
UNESCO fyrir árið 1951 á að verja 8,2 milljónum
dollara á næsta ári til að hrinda í framkvæmd og
vinna áfram að ýmsum þeim málum, semmiðaaðaukn-
um skilningi, aukinni samvinnu, gagnkvæmri hjálp
þjóða í milli. Ýms mistök eiga sér vafalaust stað i
þessum framkvæmdum, og það tekur langan tíma að
undirbúa jarðveginn. En hugsjónin lifir í þessu fjöl-
þætta starfi. hugsjónin um frelsi, jafnrétti, bræðralag
allra þjóða, hugsjónin um frið á jörðu.
Greiðsluhallalaus fjárlög?
Sjálfskaparvíti og lítt eða ekki viðráðanlegar orsakn’
hafa skipzt á um að kreppa að íslenzku þjóðinni i
sumar og haust, og hafa sjálfskaparvítin verið þar
stórvirk. Vér getum ekki gert að því þó að síldveiðm
brygðist fyrir Norðurlandi í sumar, þó að sjálfskapar-
víti sé, hve mikið er lagt í hættu við þennan eina
atvinnuveg á sama tíma og önnur úrræði til bjargar
og áhættuminni eru nærtæk, bæði á sjó og landi. Ver
getum heldur ekki ráðið við óþurrkatíðina austan