Eimreiðin - 01.07.1950, Síða 18
170
VIÐ 1‘JÖÐVEGTNN
kimreiðin
drætti í rekstri ríkisins og sparnaðarráðstöfunum, sem
að vísu miða í rétta átt, en eru þó tæpast nógu róttækar
til þess að bjarga við fjárhagnum eins og þörf er á.
En lofsverð er sú viðleitni stjórnarinnar að draga úr
útþenslunni á starfskerfi ríkisins og taka upp nýja
og heilbrigða fjármálastefnu með greiðsluhallalausum
ríkisbúskap. Það er eina leiðin til þess, að ríkið vinni
sér traust og álit, bæði inn á við og út á við. En a
slíku trausti er smáþjóð eins og vorri mikil þörf.
Marshallhjálp og mótvirðissjóðir.
Aætlun sú, sem kennd er við Marshall hershöfðingja>
um styrki og lán, sem Bandaríkin veita öðrum þjóðum,
hefur komið í góðar þarfir oss íslendingum, eins og
öðrum. Hinn 1. júlí síðastliðinn hafði íslenzka þjóðm
fengið í sinn hlut 15,3 milljónir dollara af þessu fe-
Af þessari upphæð eru 7,5 millj. dollara óafturkræfm’
styrkur, 4,3 millj. dollara lán með 2Vfc % vöxtum og af"
gangurinn 3,5 millj. dollara, framlag veitt með því skd-
yrði, að við afhentum vörur til annars lands. Af þessu fe
hafa um 3 millj. dollara farið til síldarútvegsins og
fiskimjölsverksmiðja, þar af 625 þús. dollarar til síldar-
vinnsluskipsins Hæringur, sem mjög hefur verið &
dagskrá en minna gefið af sér, síðan það kom. hingað
til lands, og 2 millj. dollara er ráðstafað til Sogsvirkj-
unar og Laxárvirkjunar. Þær vörur, sem keyptar eru
fyrir hið óafturkræfa framlag, verða að greiðast 1
íslenzkum gjaldeyri af þeim, sem flytja þær inn, og
eru þær greiðslur lagðar inn á reikning í Landsbank-
anum, sem nefnist Mótvirðissjóður. Sjóður þessi naffl
60,8 millj. kr., er fjármálaráðherra flutti framsögu-