Eimreiðin - 01.07.1950, Síða 20
eimreiðin
Samvizkusemi.
Smásaga eftir Þóri Bergsson.
MaSurinn úr Lónunum beið enn. Hestarnir hans voru lagztir
á grundinni ofan við mýrina. Þeir voru löngu saddir og hvíldir,
en maðurinn var ekki ennþá tilbúinn að leggja af stað. 1 búð-
inni hjá Gram og var ekkert að gera þennan miðvikudag, um
liáslátt. Ég var þar einn. Verzlunarstjórinn var fyrir sunnan,
að skemmta sér í höfuðborginni. Hans var von með skipi eflir
bálfan mánuð. Bókhaldarinn var í afmælisdrvkkju hjá Halldóri
smið, liafði farið til hans um hádegið. Jakoh búðarmaður
var lasinn af hálsbólgu, — ég var einn í húðinni og liorfði út
um gluggann. Annað var ekki að gera.
Maðurinn úr Lónunum hafði komið daginn áður, um nónið,
að sækja lækni. Konan mannsins var veik. Það hlaut að vera
mikið, því þeir úr Lónunum sóttu ekki lækni, yfir tvo vonda
fjallvegi, nema þess væri brýn þörf. — Læknirinn hafði sjálfur
sagt, að ferðir út í Lón væru vonlaust erfiði, þangað væri hann
aldrei sóttur fyrr en um seinan. — Á þeim árúm, sem þessi
saga gerðist, voru engir bílar komnir né flugvélar og læknar
færri en nú.
Ég horfði á manninn, sem komið hafði með lækninum þá
um morguninn, aðra ferðina. Hann var ekki þreýtulegri en í
SæÞ — rölti um, liægt og faslaust, ýmist upp á holtin, sunnan
við kvosina, þar sem kaupstaðarhúsin stóðu, eða þá að hann
gekk heim að húsi læknisins, eða — réttara sagt — húsi Þórðar
hókhaldara, þar sem læknirinn bjó. Hann staðnæmdist þar,
horfði um stund á húsið, settist svo á tröppurnar — og beið.
Sólin skein á þetta allt saman, og fjörðurinn lá spegilsléttur í
blíðunni.
Maðurinn var löngu hættur að reyna að berja á dyr, — þar
svaraði enginn. — Fyrst, er hann kvaddi dyra, — um hádegið,
eftir tveggja tíma hið eftir meðulunum, — hafði hálfklæddur
kvenmaður opnað ofurlitla rifu og spurt: — Hvað eiga þessi