Eimreiðin - 01.07.1950, Page 38
190
SVANURINN KVEÐUR
EIMREIÐIN
síkinu var veifað' ótal vasaklútum. „ Viva! Viva/“1) æpti fólkið-
„Bis! Bis!“2)
En liér gat ekki orðið neitt „bis“. Svanurinn liafði kvatt
fyrir fullt og allt.
Sv. S. þýddi.
Af turhvarf.
Allt of lengi lífsins fjötrum lotið hef ég.
Ólánshaminn yfirgef ég,
skip mín brenni, skálum klingi, skáldin hylli,
bragamiði bikar fylli.
Heimsins munað heimskir lýðir hirða mega.
Dvalins vínið djúpt ég teyga,
reika síðan rótlaus meðal rökkurbarna.
Ljóðið er mín leiðarstjarna.
Hljóðar nætur, hlýja daga, hvar sem fer ég
hörpuna um herðar ber ég.
Þegar hæst á hugans dökku hömrum brýtur,
hjarta skáldsins henni lýtur.
Naðurbornum nirfilssálum níð ég risti,
hrjáðrar stéttar hreysi gisti.
Hennar neisti hugans er í hlóðum falinn.
Á brjóstum hennar er ég alinn.
Iíveð ég dyra, er kvöidar að í köldu hreysi,
hörpuna af herðum leysi.
Mjúkum fingrum strengi hennar stillta strýk ég.
Andans gáttum opnum lýk ég.
Undrasnark frá öreiganna aringlæðum
rímast öldnum ástakvæðum.
Lýðir kætast, loftið fyllist ljóðakliði.
Baðstofan fer öll á iði.
Glóhærð fljóðin gleðjast með og gleyma raunum,
kyssa mig að kvæðalaunum,
og þegar enginn arinneisti eftir lifir,
brekánið mig breiða yfir. Brynjar Siguri)^0"
) Hún lifi! Hún lifi! 2) Aftur! Aftur!