Eimreiðin - 01.07.1950, Side 56
208
RITHÖFUNDURINN JOHAN FALKBERGET EIMREIÐlN
hafði í smíðum, en nærri lá, að liandritið af henni glataðist a
flóttanum austur á bóginn.
Eigi undi Falkberget sér þó til lengdar í Svíþjóð, en hvarf
heim til Noregs á miðju sumri, þrátt fyrir aðvaranir margra
vina sinna. Var lionum og fullljóst, að honum var liætta búin,
en hann taldi sig, eins og á daginn kom, liafa sérstakt hlutverk
að vinna heima fyrir. Hikaði hann eigi við, þegar svo bar undir,
að láta í ljós fyrirlitningu sína á hinum þýzku árásarmönnum
og norskum fylgifiskum þeirra, enda fyrirskipuðu yfirvöldin
oftar en einu sinni að láta liandtaka hann, en þorðu þó eigU
almenningsálitsins vegna, að framkvæma handtökuna.
Heilhuga þátttaka Falkbergets í frelsisstríði landa hans f°r
annars frarn í kyrrþey. Hann ritaði á stríðsárunum þúsundir
hughreysingar- og hvatningarbréfa til landa sinna og talaði með
þeini liætti í þá kjark og dug og hélt vakandi sigurtrú þeirra.
Einnig tók hann mikinn þátt í hjálparstarfsemi og fjársöfnun
í þágu landa sinna, sem börðust fyrir frelsi föðurlandsins, °f
aðstandenda þeirra, er lijálpar var þörf. Hann vann áfram uð
hinu nýja skáldriti sínu og lauk við annað bindi þess liaustið
1943, en eigi kom það út fyrr en að stríðinu loknu. Annað verk,
sem hann Iiafði með höndum á þessum árum og honum var
mjög hugleikið, var saga Reyróssbæjar og byggðar, Rörosboka,
mikið rit og fróðlegt. Eigi sat hann því auðum höndum á þessum
þrengingarárum, þó að aðstaða hans væri um margt hin erfið'
asta.
Hið mikla skáldverk Falkbergets, sem hann vann að og lal1^
við tvö bindi af á styrjaldarárunum, nefnist Nattens bröd (BraU
næturinnar), og kom fyrra bindi þess, An-Magritt (Anna Mí'r
grét), út 1940, en annað bindi, Plogjernet (Plógskerinn), arl^
1946. Gerist sagan á seinni helmingi 16. aldar í nágrenni v1^
námurnar í Reyrósi og fjallar um bræðsluofnana og málmakstur
inn til þeirra. Koma þar við sögu fjallabændur, námaverkame»n
og margskonar annað fólk víðsvegar að, sem málmbræðslan °r
atvinna í sambandi við hana liefur sogað þangað, og ma
með
sanni segja, að þar sé misjafn sauður í mörgu fé. Gróðafík11111
hefur gripið hug nianna heljartökum, og danzinn kringu111
gullkálfinn er í algleymingi. En dýru verði er gullið kevpt, '*
látlausu striti nætur og daga, í myrkri og kulda. Myrkur °r