Eimreiðin - 01.07.1950, Page 68
220
TVÖ SMÁKVÆÐI
eimreiðin
MORGUNSTEF.
/ einu vetfangi um gœfunnar gátt
gekk ég af myrkursins fundi,
úr liðinna ára langri nátt
í Ijósliaf, er rauðgullið, lwítt og blátt
um morgunsins hirnna lirundi.
Við fœtur mér uppspretta kliðaði köld.
Ég kraup þessum svalandi laugum.
Drottinn mér reit sinna dýrðljóða fjöld
með dagstjörnugulli á himinsins spjöld,
er glitstöfuð glóðu við augum.
Er gullfáði lindina geislanna bál,
grímunnar leyst úr hafti,
lyfti ég lófanna skrámuðu skál
að skjálfandi vörum og teygaði í sál
af Ijóssins og lífsins krafti.
Á Drottins miskunn um dagsins lilið
úr dimmu ég stiginn var nœtur.
Eilífra straumvatna nándþunga nið
nam ég í seytlandi lindar klið,
er rann mér um lijartarœtur.
Minn dýpsta grunn liefur dýrð þín snert,
þú sem dvelur í Ijósinu bjarta,
skaparinn alls, sem er viðgangs vert,
vegurinn, takmarkið, þú sem ert
morgundýrð mannlegs lijarta.
Þakklátur dvel ég við dagsins kné,
í dýrðinni sál mína lauga.
Fagnandi stíg ég þau vissunnar vé,
að veikur og skjálfandi geisli ég sé
í alskyggnu Drottins auga.