Eimreiðin - 01.07.1950, Qupperneq 85
eimreiðin
I-RÁSAGNIR JÓNS AUSTFJÖRÐS
237
Þegar kom fram í ágústmánuð, var farið að sleppa ánum. En
snialamennska kvöld og morgna lók okkur tvö um 3 klukku-
stundir. Þá var nú betra að geta tekið til fótanna, vera gætinn
°g bygginn, svo að allar rollurnar kæmust í kvíar í tæka tíð,
ella gat skeð, að smalaprikið yrði brotið á bökum okkar. Þá
dugðu ekki kveinstafir og góðar bænir, né bljóðar óskir, að vera
orðinn svo sterkur að geta snúizt til varnar og endurgjalds í
engu betri mynd. Oft táraðist ég af óyndi og ýmiskonar kvölum
1 einstæðingsskap mínum. Loks kom svo um liaustið, að ég tók
það ráð að strjúka brott úr þessari vist. Með atbeina gangna-
nianna tókst mér að komast leiðar minnar og að Fögrueyri um
kvöldið, rifinn í lær og laka, kláðugur, lioraður og hungraður.
Var ég þar um veturinn við dágóða hlynningu. — Næsta sumar
var ég aftur í Hólagerði. Þá voru fyrri liúsbændur mínir farnir
þaðan, og var ég þá bjá liinum bjónunum við allgóða aðbúð.
Eftir það var ég 5 ár í Berunesi bjá Sigurði frænda mínum.
hegar ég var tæpt 13 ára, var ég fyrst, ásamt þrem mönnum,
1 utilegu í Seley á Reyðarfirði við sjóróðra. Einkum veiddum
'ið liákarl í svo kallaðan lagvað, með fjórum krókum. Hver
natur sá um 3 lagvaði. Vitjaði um eftir sjávarföllum og beitti
a króka á ný, þegar eitthvað veiddist, eða þegar etið var af
krókunum. Stundum voru 4 liausar á krók og keðju og loks
bákarl, binir etnir allt að hausnum af félögum sínum. Hákarl-
aua drógum við svo til lands utan borðs og settum upp við
flóð og létum svo flæða undan þeim, áður en þeir voru skornir.
Lifrin var látin í magann, sem nefndur var liákarlsbríð og hann
síðan geymdur í pollum, en_ lifrin var flutt heim á liálfsmánaðar
ifesti. Lifrina bræddu menn sjálfir í potli á blóðum og settu
þ'sið f tunnur til útflutnings. Grúturinn var blandaður mykju
°o borinn á tún, en stundum þurrkaður og liafður til eldsneytis.
Ljötið var kasað — grafið í jörð úti í eyju, síðan flutt lieim,
þvegið og liengt upp í hjall og þótti sælgæti, þótt ærið ill fýla
Vaen af því, þegar það var tekið úr kösinni. Skrápinn — skinnið
~~ spýttum við með trénöglum í grasbrekku í eyjunni. Þegar
það var orðið þurrt og liart, skófum við broddana af með reku
°g brutum saman skinnið. Var það svo bagnýtt til skógerðar.
Ég var tvær vertíðir í Seley, þ. e. frá páskum til túnasláttar,