Eimreiðin - 01.07.1950, Síða 116
268
MÁTTUR MANNSANDANS
eimreiðin
í niiðilssvefni starfar astral-líkaminn, en liolds-Iíkaminn er aftur
á móti sljór og aðgerðarlaus. Á þeim tímum, er atburðir þeir
gerðust, sem skráðir eru í heilagri ritningu, var þekking í þess-
um efnum tiltölulega almenn. 1 Post. X, 10 segir frá því, að
Pétur liafi fallið í miðilssvefn og orðið frá sér numinn. 1 Opinb.
Jóh. I, 10 standa þessi orð: „Ég var hrifinn í anda á drottins
degi“, og í Opinb. Jóh. IV, 2: „Jafnskjótt var ég hrifinn í anda“.
Eigirðu kost á að sjá góðan dávald svæfa rnann, muntu skilja
þessar tilvitnanir betur en áður og sjá, hversu „skjótt“ hinn
dásvæfði er „hrifinn í anda“. Dáleiðslu- og miðilsfyrirbrigði veita
mörg tækifæri til að atliuga eðli og getu astral-líkamans.
I bók minni „The Shadow of Destiny“ skýrði ég frá einni
lilraun af mörgum, sem ég lief gert á sjálfum mér. Meðan liolds-
líkami minn hvíldist lífvana, að því er virtist, í hægindastól
heima, losaði astral-líkami minn sig úr viðjum og fór til fundar
við leiðbeinanda frá Thibet, sem kom til móts við mig, og a
meðan þessu fór fram, var ég mér jafn fullkomlega meðvitandi
um sjálfan mig og umhverfi mitt eins og ég er vanalega, þegar
ég er í lioldslíkama mínum.
Atburðir, sem gerast í draumi, eru ekki undir valdi vilja þess,
sem dreymir, og svara því ekki til venjulegra viðburða í vöku.
Til þess að geta starfað með fullri vitund í astral-líkama sínum,
verður að draga úr kröfum efnislíkamans með reglubundinni og
langvinnri þjálfun og útrýma liinum grófari sveiflum liugsunar
og tilfinninga með því að temja sér sjálfsstjórn, bæði yfir
hvata-, tilfinninga- og hugsanalífi sínu. Þegar þetta hefur tekizt
og máttug hugareinbeiting náðst, samfara fullu trausti á árangn
og algerri lausn frá öllu hiki og ótta, öðlast maðnr vald til að
stjórna reynslu sinni í svefni, þegar líkaminn hvílist, og eftir
það er þess ekki langt að bíða, að maður geti farið að starfa á
astral-sviðinu með fullri vitund. Hnitmiðuð hugareinbeiting knýr
sköpunarorku manns til athafna, og einbeitt þjálfun verður
lykillinn að þeim leyndardómi, sem gerir honum kleift að ferð-
ast í astral-Iíkamanum til fjarlægra staða og losa liann úr viðjurn
efnisins. 1 dásvefni eru ])essi fyrirbæri undir stjórn og hand-
leiðslu dávaldsins.
Með dáleiðslu er Iiægt að liafa gerbreytandi áhrif á athafnir,
venjur og jafnvel rótgróna eiginleika þess, sem dáleiddur er.