Eimreiðin - 01.07.1950, Side 128
eimreiðin
ÍSLENZK HEIMSPEKI.
Tlla horfir í heiminum nú. Þjóð-
irnar eru úr jafnvægi og vilja
eitthva'ð til að efla sig og hafa
engin úrræði, nema ráðast hvet
á aðra. Verklegur máttur þeirra
er orðinn svo mikill, að stríð er
nú stórhættulegt fyrir jarðlíf allt.
En úrræðin til að sleppa við stríð
sjá menn ekki og vita ekki, að
þau eru til. En þó ...
Helgi Pjeturss setti fyrir 30
árum fram kenningar um sam-
stillingu verundanna og samband
við aðrar stjömur. Af öðrum en
alþýðumönnum hefur þessum
kenningum verið lítill sem eng-
inn gaumur gefinn. En þessar
kenningar benda þó ef til vill á
leið út úr hættum og ógöngum
nútímans. Hann færir fram Ijóm-
andi fögur og svo sannfærandi
rök fyrir því, að lífsamband við
aðrar stjömur sé ekki einungis
mögulegt, heldur algengt, svo að
hlutlaus, greindur lesari hlýtur
að trúa. Ef hæfist viðleitni hér
á jörðu til að efla þetta samband,
ykist fljótt samstilling meðal
manna og þjóða, svo að styrjald-
arhættu og glæpum yrði bægt frá.
Þetta kemur undarlega fyrir
sjónir þeim, sem ekki hafa kynnt
sér kenningar Helga. Þeim mái
segja, hvernig þessu sambandi er
varið. í svefni dreymir mann, og
það orsakast af, að þeir öðlast
vitund manna á annari stjörnu.
Eftir dauðann lifa menn sem
líkamlegar verur á öðrum stjörn-
um. Hér á jörðu vantar samstill-
ingu til, að hingað flytjist menn,
sem deyja á öðrum hnöttum.
Þetta mál er svo merkilegt og
furðulegt, að sannarlega er kom-
inn tími til að rannsaka það.
Það virðist eins og menn, sem er
treystandi til að rannsaka þetta
mál, þori það ekki, viti ekki af
þessu eða trúi þessu ekki. En
hvernig fór, þegar geocentriska
ke.-fið hrundi, og hver sem mælti
á móti kenningu Koparnikusar,
svitnar nú af skömmustu yfir þvi
í gröf sinni. Og svari því vís-
indamenn þjóðarinnar, ef ein-
hverjir þykjast vera til, hvers
vegna þetta er ekki rannsakað,
eða færi þeir rök gegn þessum
kenningum. En athugi þeir j>°
frægð þá, sem andmælendur Kop-
ernikusar hlutu og fyrir hvað
hún var.
Þorsteinn Þorsteinsson
frá Húsafelli.
SAMVIZKA.
Hann hafði ekið með vinkonu
sinni i leigubil, hægt og virðu-
lega, 12 sinnum „Stóra rúntinn“
á Akureyri, sem er ferhyndur
sirkill, alveg eins og í Reykja-
vík. Og liér eru lilutaðeigandi