Saga - 1961, Page 8
182
BARDENFLETH UM STJÓRN ÍSLANDS
til at forelægge det forestaaende Althing Udkast til en saa-
dan Valglov, som den ovenforhandlede; og naar Bestem-
melse herom var tagen, samt tillige maaskee Valglovens
Hovedprinciper forhandlede, da kunde der vel fra Inden-
rigsministeriet gives den Kgl. Kommissarius Anmodning
om at bearbeide de fornödne Udkast, der da atter maatte
komme under Forhandling mellem Ministerierne og i Stats-
raadet.
Kbhvn den 16de Marts 1849.
Bardenfleth.
Lokaorð.
Skjöl þau, sem birt hafa verið hér að framan, eru fyrstu
álitsgerðir danskra ráðherra og íslenzkra ráðamanna um
stöðu íslands í danska ríkinu, vald alþingis gagnvart
danska þinginu og konungi, sameiginleg mál og sérmál,
setu íslenzkra fulltrúa á dönsku þingi og kosningalög til
alþingis o. fl. mál, sem leggja skyldi fyrir næsta alþingi.
Árangurinn af þessum bréfagerðum varð ekki annar en
sá, að slegið var á frest að láta alþingi 1849 fjalla um
stjórnarskrármálið, nema frumvarp til kosningalaga til
Þjóðfundarins, vegna þess, hve seint gekk að ganga frá
Grundvallarlögunum í Danmörku, en Grundvallarlaga-
þingið stóð einmitt sem hæst, þegar rætt var um þessi mál,
og síðast en ekki sízt var Slésvíkurdeilan óleyst og Danir
gættu þess vandlega, að málefni íslands skyldu ekki tor-
velda lausn Slésvíkurdeilunnar. Engu að síður höfðu þessar
skoðanir, sem fram höfðu komið, nokkurt gildi fyrir Brynj-
ólf Pétursson, þegar hann tókst á hendur að semja frum-
varp um stjómarlög íslands, sem leggja skyldi fyrir þjóð-
fund þann, sem gert var ráð fyrir, að haldinn yrði árið
1850.