Saga - 1961, Page 9
Upphaf hröfunnar um þingrœði á íslandi
Samið hefur Odd Didriksen.1)
Inngangur.
Stjórnarskrárbreytingin, sem veitti íslendingum heima-
stjórn 1904, flutti þeim einnig sigur þingræðisins, eins og
kunnugt er. Enginn, sem ritað hefur um stjórnmálasögu
Islands á 19. öld, hefur, að því er ég veit bezt, reynt að
rekja forsögu þess, að þingræðið sigraði á Íslandi, um leið
og þjóðin öðlaðist fyrstu innlendu landstjórnina.
Ritgerð þessi hvílir á hluta þeirra rannsókna, sem
höfundur vann að 1958—’59 við undirbúning prófs í
sögu við Háskólann í Osló. Kaflarnir um tímabilið 1881—
’87 eru að mestu leyti samhljóða samsvarandi köflum próf-
ritgerðarinnar (Kravet om parlamentarisme i den is-
landske forfatningskamp).
Markmið rannsóknanna var að leiða í Ijós, hvort og að
hve miklu leyti krafan um þingræði hefði verið þáttur í
stjórnarskrárbaráttu Islendinga (sjálfstæðisbaráttunni),
og skýra á þann hátt forsendurnar fyrir sigri þingræðis-
ins. Rannsókninni var með öðrum orðum ætlað að grafast
fyrir um það, að hve mrklu leyti sigur þingræðisins hefði
verið sprottinn af markvissri viðleitni manna til þess að
höndla það.
Ritgerðin 'hvílir á kerfisbundnum rannsóknum á prent-
uðum samtímaheimildum, og ná þær til allra opinberra
umræðna um stjórnarskrármálið á því tímabili, sem um
er fjallað.
1) Ritgerð þessi er í aðalatriðum samhljóða fyrirlestri, sem höf-
undur hélt í Félagi íslemkra fræða 8. apríl 1961. Nokkrar breyting-
ar hafa þó verið gerðar, framsetningin er allmiklu ýtarlegri og til-
vitnanir fleiri, sérstaklega í kaflanum um tímabilið 1881—’87. Staf-
setning tilvitnana hefur verið færð af ritstjóra í nútímahorf.