Saga


Saga - 1961, Page 11

Saga - 1961, Page 11
EFTIR ODD DIDRIKSEN 185 Stefnuskrá Jóns Sigurðssonar. í Nýjum félagsritum 1848 og 1849 lagði Jón Sigurðsson fram stefnu Isilendinga í stjórnskipunarmálum og stefndi að stjórnarskrárbundinni sjálfstjórn með ráðherraábyrgð. Ráðherrarnir áttu að vera ábyrgir fyrir alþingi eða „fyrir þjóðinni", eins og Jón orðar það.1) Af orðum hans þar sést ekki, hvort hann hugsaði sér önnur tengsl milli þings og stjórnar en hreint lagalega ráðherraábyrgð. En í at- hugasemdum sínum við boðskap konungs frá 28. janúar 1848, þar sem Friðrik VII boðar að veita löndum ríkis síns sérstakar stjórnarskrár, ræðir hann um afstöðu ábyrgs ráðherra til fulltrúa þjóðarinnar á eftirfarandi hátt: „ ... hann [þ. e. stjórnarherrann] verður að halda svörum uppi fyrir fulltrúum þjóðarinnar og verja stjórnaraðferð sína . . .; hann verður að bera fram frumvörp þau sem stjórnin hefur fallizt á, og mæla fram með þeim, og ef hann getur það ekki rýrir það álit hans og steypir honum úr völdum ef til vill.“ 2) Þessi ummæli ein segja e. t. v. ekki margt um skoðanir Jóns Sigurðssonar á skiptingu ríkisvaldsins. Þau benda aðeins á þá möguleika, að ráðherra verði að segja af sér eftir ófarir á þingi. En hann ræddi oftar um málið. Þegar í 1. árg. Nýrra félagsrita — árið 1841 — finnast eftirfar- andi ummæli um stöðu ráðherra undir þingbundinni kon- ungsstjórn: „Líki eigi fulltrúum [þjóðarinnar] hversu stjórnin fer fram, getur konungur ekki haldið lengur hin- um sömu ráðgjöfum . . .“ Á þeim stað dregur Jón einnig fram, hvaða valdi þjóðþingið geti beitt gegn stjórninni: Fyrir hönd þjóðarinnar getur það neitað henni um allar skattgreiðslur.3) Árið 1846 kveður hann ekki tæpast að orði: „I þeim löndum — sem hafa löggjafar-þing, koma stjórnarherrarnir sjálfir fram á þingunum . . . og eru þar 1) Ný félagsrit 1848, bls. 11 o. áfr., sama 1849, bls. 67 o. áfr. 2) Sama 1848, bls. 7—8. 3) Sama 1841, bls. 71 o. áfr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.