Saga - 1961, Page 11
EFTIR ODD DIDRIKSEN
185
Stefnuskrá Jóns Sigurðssonar.
í Nýjum félagsritum 1848 og 1849 lagði Jón Sigurðsson
fram stefnu Isilendinga í stjórnskipunarmálum og stefndi
að stjórnarskrárbundinni sjálfstjórn með ráðherraábyrgð.
Ráðherrarnir áttu að vera ábyrgir fyrir alþingi eða „fyrir
þjóðinni", eins og Jón orðar það.1) Af orðum hans þar
sést ekki, hvort hann hugsaði sér önnur tengsl milli þings
og stjórnar en hreint lagalega ráðherraábyrgð. En í at-
hugasemdum sínum við boðskap konungs frá 28. janúar
1848, þar sem Friðrik VII boðar að veita löndum ríkis síns
sérstakar stjórnarskrár, ræðir hann um afstöðu ábyrgs
ráðherra til fulltrúa þjóðarinnar á eftirfarandi hátt:
„ ... hann [þ. e. stjórnarherrann] verður að halda svörum
uppi fyrir fulltrúum þjóðarinnar og verja stjórnaraðferð
sína . . .; hann verður að bera fram frumvörp þau sem
stjórnin hefur fallizt á, og mæla fram með þeim, og ef hann
getur það ekki rýrir það álit hans og steypir honum úr
völdum ef til vill.“ 2)
Þessi ummæli ein segja e. t. v. ekki margt um skoðanir
Jóns Sigurðssonar á skiptingu ríkisvaldsins. Þau benda
aðeins á þá möguleika, að ráðherra verði að segja af sér
eftir ófarir á þingi. En hann ræddi oftar um málið. Þegar
í 1. árg. Nýrra félagsrita — árið 1841 — finnast eftirfar-
andi ummæli um stöðu ráðherra undir þingbundinni kon-
ungsstjórn: „Líki eigi fulltrúum [þjóðarinnar] hversu
stjórnin fer fram, getur konungur ekki haldið lengur hin-
um sömu ráðgjöfum . . .“ Á þeim stað dregur Jón einnig
fram, hvaða valdi þjóðþingið geti beitt gegn stjórninni:
Fyrir hönd þjóðarinnar getur það neitað henni um allar
skattgreiðslur.3) Árið 1846 kveður hann ekki tæpast að
orði: „I þeim löndum — sem hafa löggjafar-þing, koma
stjórnarherrarnir sjálfir fram á þingunum . . . og eru þar
1) Ný félagsrit 1848, bls. 11 o. áfr., sama 1849, bls. 67 o. áfr.
2) Sama 1848, bls. 7—8.
3) Sama 1841, bls. 71 o. áfr.