Saga - 1961, Page 14
188
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
unarmálsins virðist ekki hafa verið veitt mikil eftirtekt
á íslandi. Allt fram til stjórnarskrárinnar 1874 var hann
nær eini talsmaður þingræðisstjórnar meðal íslendinga,
en gangur málanna varð til þess, að jafnvel viðhorf hans
breyttust að nokkru síðasta áratuginn, sem hann lifði. Þó
verður þess vart við undirbúning stjórnarskrármálsins
fyrir þjóðfundinn og á fundinum sjálfum 1851, að hin
miklu áhrif Jóns Sigurðssonar hafa e. t. v. nægt til þess,
að nánustu samstarfsmenn hans hafa að nokkru leyti til-
einkað sér skoðanir hans á þessum málum sem öðrum.
Þingvallafundimir 1850 og 1851.
1 umræðunum um stjórnarskrármálið fyrir Þjóðfund-
inn 1851 kemur krafan um þingræði varla fram hjá öðrum
en Jóni Sigurðssyni. Hins vegar ber mjög hátt kröfuna
um, að synjunarvald konungs sé takmarkað á líkan hátt
og gilti í Noregi. Slík krafa kemur fram í nær öllum þeim
tillögum, sem Þjóðólfur flytur,1) og varð hún eitt af aðal-
atriðunum í samþykktum, sem gerðar voru til undirbún-
ings stjórnarskrármálsins og Þingvallafundurinn 1850
skipulagði. 1 álitsgerðum sýslunefndanna til Þingvalla-
fundarins 1851 kveður nær alls staðar við krafan um
frestandi neitunarvald. Annars voru nefndarálitin í fullu
samræmi við stefnu Jóns Sigurðssonar: ísland skyldi öðl-
ast sjálfstæða, innlenda stjórn, ábyrga fyrir alþingi.
Nefndin í Skagafjarðarsýslu sker sig algerlega úr með því
að bera fram kröfu um það, að ráðherramir skyldu kjöm-
ir af alþingi.2)
Þegar hefur verið vikið að skoðunum Jóns Sigurðssonar
á neitunarvaldi konungs. Hann áleit, að af þeim tveimur
kostum, sem um væri að velja, væri frestandi synjunar-
vald hugsanleg lausn, en ekki jafnæskileg og þingræðis-
1) Sjá Þjóðólf 1/12 ’6ö, 16/1, 18/3 og 30/6 ’61.
2) Undirbúningsblað undir Þjóðfundinn, bls. 9 o. áfr.