Saga - 1961, Side 15
EFTIR ODD DIDRIKSEN
189
stjórn. Það ber ljóst vitni um áhrifavald Jóns Sigurðsson-
ar, að Þingvallafundurinn 1851 bar ekki fram hina vin-
sælu og almennu kröfu um frestandi synjunarvald í sam-
þykktum sínum. 1 „Undirbúningsblaði undir Þjóðfund-
inn“, sem miðnefnd Þingvallafundanna gaf út, er að finna
rökstuðning fyrir þessu, og birtast þar að miklu leyti sömu
skoðanir og Jón Sigurðsson hafði á skiptingu ríkisvalds-
ins. Þar segir m. a., að konungur mundi varla beita ótak-
mörkuðu synjunarvaldi sínu, nema það sé tillaga hins
ábyrga ráðherra. En þá gæti fólkið látið í ljós vantraust
sitt á ráðherranum, og væri konungur þá „nokkurn veg-
inn neyddur til, að víkja þeim ráðgjafa frá völdum, sem
þjóðin ber ekki traust til . . .“. Sem síðasta úrræði til þess
að knésetja konung í einhverju máli er bent á, að neita
megi um samþykkt fjárlaga. Af þessu leiddi, að ónauðsyn-
legt væri að takmarka neitunarvald konungs.1)
Miðnefndin taldi einnig, að önnur rök lægj u gegn því að
taka upp kröfuna um frestandi neitunarvald konungs: það
væri óraunsætt, meðan ótakmarkað neitunarvald konungs
væri viðurkennt í dönsku stjórnarskránni.2)
Jón Sigurðsson hefur áreiðanlega haft sömu skoðun á
síðasta atriðinu. Hann var sjálfur á fundinum, og í mið-
nefndinni sátu ýmsir af nánustu samstarfsmönnum hans.
Meðal þeirra voru kennararnir Jens Sigurðsson, bróðir
Jóns, og Gísli Magnússon, en e. t. v. er sérstök ástæða til
þess að vekja athygli á þeim í þessu máli. Til þeirra stíl-
aði Jón fyrrgreind bréf um kostina tvo: frestandi neit-
unarvald og þingræðisstjórn.
Þjóðfundurinn 1851.
Stjórnarskrárfrumvarpið, sem níumannanefndin lagði
fyrir Þjóðfundinn 1851, var í öllum atriðum reist á stefnu
Jóns Sigurðssonar. Það gerði ráð fyrir sjálfstæðu, inn-
1) Undirbúningsblað, bls. 6—8.
2) Sama st.