Saga - 1961, Page 19
EFTIR ODD DIDRIKSEN
193
háð jákvæðu trausti þingsins, þótt það kæmi ekki fram í
ályktunarformi frá hendi þess. Þótt hann beitti sér ekki
fyrir þingræði í klassískri enskri merkingu hugtaksins,
setti ekki fram kröfur um það, að jarlinn eða vísikonung-
urinn væri skyldur að leita til meiri hluta alþingis við
stjórnarmyndanir, þá áleit hann a. m. k., að það væri eðli-
legt og nauðsynlegt, að hin raunhæfa, neikvæða hlið þing-
ræðisins réði úrslitum í samskiptum stjórnar og þings:
stjórn, sem varð „alþingi ósamkvæm að nokkru marki“,
eins og hann orðar það, átti að segja af sér.1)
Varast ber samt að álíta, að krafa Jóns Sigurðssonar
um persónusamband við Danmörku með landstjóra eða
jarli og þingræðisstjórn hafi verið eina lausnin, sem hann
eygði á stjórnskipunarmálum Islands á 7. tugi 19. aldar.
Bæði í greininni í Nýjum félagsritum 1863 og bréfum
sést, að hann gat hugsað sér, að bæði jarlinn og ráðherr-
arnir væru útnefndir af konungi.2) Þá yrði íslenzka ríkis-
stjórnin skipuð ráðherrum undir forsæti jarls, sem væri
eins konar forsætisráðherra. Þá yrði ekki einungis að leita
úrskurðar konungs í Kaupmannahöfn og atkvæðis í stjórn-
arkreppum eða deilum milli þings og stjórnar, sem Jón
Sigurðsson nefnir, heldur einnig við staðfestingu laga og
aðrar mikilvægar stjórnarathafnir. Sökum þess hve slík
stjórnskipan yrði erfið í framkvæmd, virðist, að Jón Sig-
urðsson hafi talið æskilegra, væri málum þannig skipað,
að valdaskiptingin yrði á þann veg, að jarlinn og ráðherr-
arnir væru „fastir“ embættismenn, sem ekki gætu bifazt
fyrir neinu atkvæði þingsins og ekki þyrftu að víkja frá
nema „fyrir dómi eða skipun konungs".3)
Þegar alþingi 1867 fékk stjórnskipunarmálið til með-
ferðar, kom brátt í ljós, að spurningin um stjórnarábyrgð-
1) Ný félagsrit 1863, bls. 29 o. áfr.
2) Sama st.; Bréf J. S. 1911, bls. 296 o. áfr.
3) Ný félagsrit 1863, bls. 29 o. áfr.
Saga — 13