Saga - 1961, Qupperneq 20
194
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
ina var erfiðasta úrlausnarefnið. Danska ríkisstjómin hélt
ósveigjanleg þeirri skipan til streitu, að Islandsráðherr-
ann væri sami og einhver hinna dönsku ráðherra og væri
þar af leiðandi aðeins ábyrgur fyrir danska ríkisdeginum.
Á Islandi átti hin æðsta valdstjórn — landstjórinn, síðar
landshöfðinginn — að vera umboðsmaður hins danska ráð-
herra og ábyrgur aðeins gagnvart honum. Alþingi hélt
hins vegar fast fram lítt breyttri skipan framkvæmdar-
valdsins eins og nefnd Þjóðfundarins hafði lagt til: Það
skyldi vera í höndum sjálfstæðs innlends ráðuneytis, sem
væri ábyrgt fyrir alþingi og hefði stjórnardeild, „erind-
reka“, hjá konungi 1 Kaupmannahöfn.
Áður hefur verið sýnt fram á, að Jón Sigurðsson hefur
talið um 1850, að þessi skipan framkvæmdavaldsins mundi
ryðja þingræðinu leið. En 1863 gerir hann ráð fyrir þeim
möguleika, að ríkisstjórnin sé skipuð föstum embættis-
mönnum, sem einungis verði settir af að undangengnum
dómi eða samkvæmt konungsskipun. Heimildirnar veita
engar upplýsingar um skoðanir Jóns á þessu máli, eftir að
alþingi fékk stjórnskipunarmálið til meðferðar. Eftir 1863
hættir hann algjörlega að bollaleggja um þetta vandamál.
1 athugasemdum árið 1871 um meðferð alþingis á stjórnar-
skrárfrumvarpi ríkisstjórnarinnar 1867 og 1869 tekur
hann mjög skýrt fram, að alþingi geti aldrei fallið frá
kröfunni um stjórn „með ábyrgð fyrir alþingi“ (Letur-
breyt. J. S.). Það væri sama og afneita „allri lögbundinni
stjórn, því hversu lítið sem menn vilja gjöra úr ábyrgð-
inni fyrir stjórnarráðgjafa, þegar til framkvæmdanna
kemur, af því margt dregur þá úr, að ekki verði mikið úr
að koma ábyrgðinni fram með lögum, þá vitum vér þó
engin frjálsleg stjórnarlög vera til, þar sem ekki sé
einhver ábyrgð viðurkennd, annaðhvort í lögum eða
venju . . .“.1)
Það var „ábyrgðarprincipið", sem Jón Sigurðsson taldi,
1) Ný félagsrit 1871, bls. 120 o. áfr.