Saga - 1961, Side 22
196
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Það kom einnig í ljós, að umræður urðu aldrei miklar
um valdaskiptinguna milli þings og stjórnar, enda þótt rík
áherzla væri lögð á ábyrgð ráðherrans, þegar rætt var um
stjórnskipunarmálið á alþingi eða utan þess. Tveir Islend-
ingar höfðu þó sérstöðu í málinu. Annar þeirra, Arnljótur
Ólafsson, kom fram á 9. tug aldarinnar sem algjör and-
stæðingur þingræðis og meirihlutastjórnar. Það er þess
vegna allforvitnilegt að sjá, að hann gerðist talsmaður
ríks embættisvalds þegar árið 1862 í grein, sem hann rit-
aði í Norðanfara, og sá auðsýnilega enga nauðsyn þess að
búa svo um hnútana, að deilur jöfnuðust milli löggjafar-
aðilanna, alþingis og konungsvaldsins. Á sama hátt og al-
þingi gat stöðvað konunglegt lagafrumvarp, þá átti kon-
ungsvaldið að geta neytt ótakmarkaðs neitunarvalds, án
þess að það hefði úrslitaáhrif á valdaferil ábyrgrar stjórn-
ar.1) Á alþingi 1867 stóð hann sem verjandi reglunnar um
valdaskiptinguna (maktfordelingsprinsippet), og notar þá
orðin „jafnvægi valdsins" um þetta hugtak til þess að lýsa
jafnvægi því og sjálfstæði, sem samkvæmt þessari grund-
vallarreglu átti að ríkja innan valdstjórnarinnar.2) Á al-
þingi 1885 eða 18 árum síðar vitnar hann í upphafsmann
kenningarinnar um skiptingu valdsins, Montesquieu.3)
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum var andstætt Arnljóti
Ólafssyni mjög á sömu skoðun og nafni hans um afstöðuna
milli þings og stjórnar. Vel getur verið um bein áhrif að
ræða, en Jón frá Gautlöndum fjallar þó um málið á sjálf-
stæðan hátt. Hann birti skoðanir sínar á málinu í löngum
greinaflokki í Norðanfara vorið 18714) og við umræður
á alþingi sama ár.
1) Norðanfari ág. 1862 (I. 15 — 16).
2) Alþt. 1867 I, bls. 867.
3) Sjá bls. 234.
4) Ritgerðin í Norðanfara hefst 2/5 með frh. 31/5 og 28/7 *71
cg er nafnlaus, en sé hún borin saman við ræður Jóns frá Gautlönd-
um á alþingi 1871, kemur í ljós, að þar er ekki einungis um sömu
skoðanir að ræða, heldur einnig sömu rök og svipaða framsetningu.