Saga - 1961, Qupperneq 23
EFTIR ODD DIDRIKSEN
197
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum leggur í Norðanfara-
greininni ríka áherzlu á, að sköpuð verði skilyrði fyrir
stjórn í „rólegri samvinnu" við alþingi. Hann álítur slíka
samvinnu vera forsendu þess, að það, sem hann kallar sið-
ferðilega ráðherraábyrgð, geti orðið til, en samkvæmt
hans skilningi felst hún í því, að ráðherra sitji ekki lengi
í trássi við vilja alþingis og „afl almenningsálitsins“. Aug-
ljóst er, að þetta er ekki samvinna tveggja jafnrétthárra
aðila. Alþingi á að vera voldugri aðili, þegar til kastanna
kemur. Það sýna dæmin, sem höfundur tekur úr daglega
lífinu til þess að skýra hina siðferðilegu ábyrgð. Hann
segir, að siðferðileg ábyrgð sé „alveg samkynja þeirri
ábyrgð sem hvílir á hjúinu gagnvart húsbónda sínum, og
embættisþjónunum við yfirboðara sinn“. Á sama hátt og
j.hjúinu er áríðandi að ávinna sér traust og hylli húsbónda
síns til að geta haldið vistinni og fengið kost og kaup, eins
aríðandi er ráðgjafanum, að ávinna sér traust og hylli
bjóðþingsins til að geta haldið völdum sínum til lang-
frama“.
Samt sem áður ber Jón Sigurðsson frá Gautlöndum ekki
fram neina kröfu um þingræði í eiginlegum skilningi árið
1871. Hann krefst þess hvorki, að alþingi hafi bein áhrif
á stjórnarmyndanir, né heldur að það öðlist vald til þess
að steypa ríkisstjórnum hvenær sem er, hafi þær misst
traust þingsins. Hann lætur sér nægja að halda fram, að
áhrifavald alþingis eigi að vera svo mikið, að ráðherra,
sem getur ekki náð traustri samvinnu við það, verði ekki
vært til lengdar í ríkisstjórninni.
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum var formaður alþingis-
Höfundur segist koma fram með „athugasemdir um stjórnarbótar-
malið“, sökum þess að hann sé eindregið andvígur skoðunum Arn-
Ijóts Ólafssonar, sem nokkru áður hafði tekið að skrifa greinaflokk
vm stjórnarskrármálið i sama blað, en þessir tveir menn, Arnljótur
afsson og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, voru bæði fyrr og síðar
andstæðingar í því máli. Allt virðist því benda til þess, að Jón Sig-
vrðsson frá Gautlöndum hafi ritað hina nafnlausu grein.