Saga - 1961, Síða 28
202
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
í neðri deildinni. I báðum ávörpunum var það gagnrýnt,
að íslandsráðherrann yrði að víkja úr embætti sökum at-
burða í Danmörku, en orðalag þeirra var að ýmsu ólíkt.
Ávarpið frá neðri deildinni var samið af þriggja manna
nefnd, en í henni sátu þeir Grímur Thomsen og bændurnir
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum og Einar Ásmundsson í
Nesi. Nefndin lét í ljós von um, að stjórnarskráin yrði á
ýmsan hátt landi og lýð til eflingar, en jafnframt lagði
hún áherzlu á, að fólk vonaði, að konungur mundi í sam-
ráði við alþingi bæta úr göllum á stjórnarskránni, þegar
þeir kæmu í ljós. Sérstaklega er þar bent á „mjög ísjár-
vert atriði í stjórnarfyrirkomulaginu, ef ráðgjafi sá, er
yðar hátign setur yfir ísland, víkur úr sessi fyrir það, að
hann er ekki á sömu skoðun um dönsk og íslandi óviðkom-
andi mál, eins og meiri hluti hinna dönsku þjóðfulltrúa,
þegar ráðgjafinn að öðru leyti hefur á sér traust bæði yð-
ar hátignar og hinnar íslenzku þjóðar og fulltrúa hennar
í öllum íslenzkum málum".1) Ávarpið, sem efri deildin
samdi, var með gætnara orðalagi og lét í ljós meira þakk-
læti fyrir „frelsisgjöfina“ — þ. e. stjórnarskrána frá
1874 —, en samsvarandi klausa þess er á þessa leið: „Sér
í lagi virðist efri deild alþingis mjög svo áríðandi, að staða
ráðherra yðar hátignar fyrir ísland gæti orðið öðrum
áhrifum óháð en þeim, sem eiga rót sína í vilja yðar há-
tignar eða þörfum þessa lands.“ 2)
Forsaga þessara ávarpa til konungs voru stjórnarskipti,
sem urðu í Danmörku í júní 1875. Þegar Estrup-stjórnin
var sett á laggirnar, tók Nellemann við dómsmálaráðu-
neytinu af Klein og varð þar með einnig Islandsráðherra.
Sú varð ekki raunin, að tíð ráðherraskipti yrðu nein plága
á stjórn íslandsmála. Nellemann sat jafnvel lengur að
völdum sem dómsmála- og íslandsráðherra en hið þrálífa
ráðuneyti Estrups, og hélt hann embættinu allt til 1896,
1) Alþt. 1875 II, bls. 351.
2) Sama, bls. 348.