Saga - 1961, Qupperneq 31
EFTIR ODD DIDRIKSEN
205
frá 7. júlí 1828.1) Um sömu mundir skrifar blaðið um deil-
urnar í Noregi um setu ráðherranna á stórþinginu, og
kemur þar fram lítill skilningur á því, um hvað stríðið
stóð þar í raun og veru: Tillagan um það, að ráðherrarnir
eigi að hafa heimild til setu á stórþinginu, sé ekki mjög
mikilvæg, því að sjálfstjórn Norðmanna stafaði engin
hætta af því, þótt ráðherrarnir sitji ekki þingið, og ein-
mitt í Noregi hafi reynslan sýnt, að ráðherraábyrgð hafi
raunverulegt gildi. ,,Það er því ekki ljóst, hvers vegna
ágreiningurinn hefir getað orðið svo megn einmitt um
þetta atriði . ..“ Blaðið lýkur umræðum um málið með því
að láta í ljós von um það, að eigi sitji margir á alþingi,
sem vilji fylgja dæmi norska stórþingsins, því að „íslend-
ingar eru enn þá síður færir um að fara í berhögg
við stjórnina en Norðmenn, nema þeir hafi á réttu að
standa“.2)
Akureyrarblaðið Fróði sýndi miklu gleggri skilning á
því, sem var að gerast 1 Noregi. 1 athugasemd um deilurn-
ar milli Stórþingsins og stjórnarinnar segir m. a. í því
blaði:
„Það virðist nú á tíðum vera ófrávíkjanleg regla
stjórnanna á Norðurlöndum að forðast sem heitan
eldinn að stjórna landi og lýð eftir þeim reglum, sem
meiri hluti þings og þjóðar vilja að fylgt sé. Til ráð-
gjafa eru að eins teknir minnihlutamenn, gagnstætt
því sem við gengst og sjálfsagt þykir á Englandi,
Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Ítalíu og í stuttu máli
í öllum löndum, þar sem þjóðin og þjóðfulltrúarnir
eru eigi virtir að vettugi. Það þarf varla mikið vit til
að sjá, hver reglan þó er skynsamlegri, eðlilegri og
affarasælli, en engu að síður lítur svo út sem það vanti
'hjá þeim, sem nú ráða mestu á Norðurlöndum, því
góðan vilja þeirra mun alls ekki að efa.“ 3)
1) ísafold 20/11 ’80.
2) ísafold 4/11 ’80.
3) Fróði 12/1 ’81.