Saga - 1961, Page 34
208
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Þeir tiltölulega fáu, sem skrifuðu um stjórnskipunar-
málið um þessar mundir, héldu sjálfstjórnarkröfunni við
lýði. Þeir reistu kröfuna ýmist á stjórnarskránni, sem úti-
lokaði ekki, að íslendingar fengju meiri sjálfstjórn en
raun varð á, eða þeir báru fram óskir um það, að stjórnar-
skráin yrði endurskoðuð og henni breytt á þeim grund-
velli, sem alþingi hafði lagt fram fyrir árið 1874. Þeir
kröfðust innlendrar, sjálfstæðrar og ábyrgrar ríkisstjórn-
ar í öllum sérmálum, stjórnar, sem hefði til að bera nauð-
synlega þekkingu á hag og þörfum lands og þjóðar og væri
í náinni snertingu við fulltrúa þjóðarinnar. Menn væntu
þess reyndar, að þjóðleg stjórn mundi ástunda samvinnu
við fulltrúa þjóðarinnar um stjórnarstefnu, sem yrði landi
og lýð til viðreisnar. En þeir fundu auðsæilega enga þörf
þeirrar tryggingar, sem meirihlutastjórn hafði ein í sér
fólgna fyrir því, að slíkt samstarf kæmist á í raun og veru.
Árið 1881 skrifaði Jón Ólafsson ritgerð í Andvara „Um
ráðgjafa-ábyrgðar-lög“. Þar er sennilega í fyrsta sinn í
opinberum umræðum á Islandi notað erlenda hugtakið
„parlamentarismus", og Jón skýrgreinir hugtakið á þá
leið, að það merki stjórnskipan, þegar „konungur hafi
ávallt þá eina menn í ráðaneyti, er fylgi hafi meiri hluta
þjóðfulltrúanna á þingi“. Jafnframt er stjórnarskrárbar-
áttan í Danmörku í fyrsta skipti dregin inn í umræðurnar
og á það bent, að stjórnmálaástandið þar sé víti, sem ís-
lendingar þurfi að varast: alþingi verði að knýja fram,
eins fljótt og mögulegt sé, lög um ráðherraábyrgð til þess
að sneiða hjá, að hér yrði ástatt eins og í Danmörku og
stjórnin gripi til þess að gefa út bráðabirgðafjárlög, þeg-
ar þingið synjaði henni um samþykkt á venjulegum fjár-
lögum.* 1)
sem stóru eigi að byggjast á jafnvægislögmálinu . . . Fyrir því álít
ég nauðsynlegt, til þess að afstýra öllu ofurvaldi, það er, öllu ójafn-
vægi valdsins, að landstjórnin fái vald sitt svo aukið sem hæfir lög-
gjafarvaldi alþingis."
1) Andvari 1881, bls. 19, 24 o. áfr.