Saga - 1961, Page 35
EFTIR ODD DIDRIKSEN
209
Athugasemdirnar við stjórnarskrána 1 Norðanfara 1874
og 1875 og um stríðið milli stórþings og ríkisstjórnar í
Noregi í Fróða 1881 og grein Jóns Ólafssonar sama ár
sýna, að meirihlutastjórn og þingræði voru þrátt fyrir
allt ekki alveg óþekkt hugtök á Islandi um þessar mundir.
Samt liðu enn nokkur ár, áður en krafan um þingræði
yrði verulegur þáttur í stjórnarskrárbaráttu Islendinga.
StjórnsJcipunarmálið endurvakið.
Danska stjórnin áleit stjórnarskrána frá 5. janúar 1874
vera endanlega lausn á stjórnskipunarmálum Islendinga.
Þeir litu hins vegar þannig á málin, að stjórnarskráin
væri aðeins skref á leiðinni til fullrar sjálfstjórnar. Þessa
skoðun mátti rökstyðja með alþingissamþykktinni frá
1873, en þar var stjórnarskráin fyrirfram úrskurðuð
bráðabirgðaráðstöfun og ákveðið, að hún skyldi tekin til
endurskoðunar á fjórða löggjafarþinginu. Samkvæmt
samþykktinni átti það að gerast í upphafi annars kjör-
tímabils hins löggefandi alþingis eða á alþingi 1881.
Menn virðast ekki hafa verið haldnir stríðlyndum áhuga
á endurskoðun stjórnarskrárinnar árið 1881. Kosninga-
niti var lítill í þeim árið 1880, og litlar sem engar deilur
spunnust út af stjórnskipunarmálinu. Það var aðeins á
jörfundum í fimm héruðum, að samþykktar voru álykt-
nnir um endurskoðun stjórnarskrárinnar.1) Þegar hið ný-
jörna alþingi kom saman í byrjun júlí 1881, lagði Bene-
ikt Sveinsson samt til í neðri deild, að fimm manna nefnd
ynði falið að semja frumvarp til breytinga á stjórnar-
skránni. Hann rökstyður þá tillögu sína með því að vísa til
alþingissamþykktarinnar frá 1873. Tillagan var samþykkt
^iótatkvæðalaust, og Benedikt Sveinsson varð sjálfur for-
íDaður nefndarinnar. Nefndin varð sammála, en einn
aefndarmanna lagði til, að ekki yrði gengið endanlega frá
!) Alþt. 1881 I, bls. 1083.
Saga — 14