Saga - 1961, Side 36
210
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
málunum á þessu þingi. Við umræðurnar lagðist annar
nefndarmaður, Tryggvi Gunnarsson, á sömu sveif.1)
Nefndin lagði til, að tilvitnunin til „stöðulaganna" í fyrstu
grein stjórnarskrárinnar yrði felld niður, landshöfðinginn
gerður ráðherra yfir sérmálum Islands og bæri ábyrgð
fyrir alþingi, en hefði engan umboðsmann eða millilið í
Kaupmannahöfn. Enn fremur skyldi konungkjörnum þing-
mönnum fækkað í efri deildinni úr 6 niður í 4 og alþingis-
kosningar verða fjórða hvert ár í stað sjötta hvers eins og
ákveðið var í gildandi stjórnarskrá. Eftir stuttan fund um
málið var því vísað til annarrar umræðu, en það kom ekki
á dagskrá aftur fyrr en daginn fyrir þinglausnir og fékk
þá enga frekari afgreiðslu.2)
Svipuð örlög hlaut málið á alþingi 1883. Það voru haldn-
ir fundir með kjósendum vorið 1883 í öllum kjördæmum
nema fimm,3) en einungis í fimm þeirra, að nokkru leyti
þeim sömu og 1881, voru gerðar samþykktir um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar. Tvær þeirra fluttu ákveðnar
en fáorðar kröfur, en sú þriðja var öllu ýtarlegri. í sam-
þykkt úr Dalasýslu segir, að stjórn landsins verði að vera
óháð danska ríkisráðinu og ríkisdeginum. 1 ályktun úr
Skagafirði er þess krafizt, að ráðherra verði að bera „fulla
ábyrgð á gjörðum sínum“ fyrir alþingi, og allir þingmenn
séu þjóðkjörnir.4) Menn virðast hafa haft meiri áhuga á
stjórnskipunarmálinu á Norðurlandi en annars staðar,
eins og á árunum 1874—’81,5) sérstaklega í Þingeyjar-
sýslu. Á fundi að Ljósavatni 8. júní undir forystu Jóns
Sigurðssonar frá Gautlöndum var samþykkt ýtarlegasta
ályktunin. Þar var m. a. ályktað, að stjórnin yrði að verða
innlend og ábyrg fyrir alþingi; konungur átti einungis að
hafa frestandi neitunarvald, kosið skyldi til alþingis á
1) Alþt. 1881 I, bls. 41, 1087, II, bls. 1082-’84.
2) Sama II, bls. 365 o. áfr., 1084—’90.
3) ísafold 8/8 '83; Fréttir frá íslandi 1883, bls. 3.
4) ísafold 8/8 ’83.
5) Sbr. Fréttir frá íslandi 1883, bls. 3.