Saga - 1961, Síða 37
EFTIR ODD DIDRIKSEN
211
tveggj a ára fresti og þingfundir haldnir arlega. Allir þing-
menn skyldu vera þjóðkjörnir, 12 í efri deild og 24 í neðri
deild, og „stjórnarherra lslands“ átti „í eigin personu
að sækja alþingi og „haldi þar svörum uppi fyrir stjórnar-
innar hönd".1 2)
1 blöðum landsins urðu engar umræður um stjórnar-
skrármálið. Það er þó eftirtektarvert, að Jón Ólafsson,
hinn nýi ritstjóri Þjóðólfs, gerist nú einnig málsvari þess,
að alþingi komi saman árlega, m. a. af því að þingið mundi
þá öðlast „öflugra bolmagn gagnvart framkvæmdarstjóm-
inni“.2)
Á alþingi 1888 lagði Benedikt Sveinsson fram tillögu
nefndarinnar frá 1881,3) en nefnd, sem var kjörin í mál-
ið, gerði á henni nokkrar breytingar. Sú mikilvægasta va,r
á þá leið, að ákvæði stjórnarskrárinnar um skipan alþingis
skyldu vera óbreytt. Þar að auki tók nefndin upp að nýju
tillögu ráðgjafarþingsins um ,,erindreka“ við hlið kon-
ungs. Hann átti ekki að vera ábyrgur fyrir alþingi, heldur
átti hann á ábyrgð landshöfðingja að veita eins konar um-
boðsskrifstofu forstöðu í Kaupmannahöfn. Tveir af sjö
nefndarmönnum, þeir Grímur Thomsen og Arnljótur
Ólafsson, vildu skipta tillögunum í tvennt, þannig að þau
atriði, sem vafasamt var, að stjórnin samþykkti, væru
sér, svo að þau yrðu ekki til þess að hindra allar stjórnar-
skrárbreytingar.4)
Umræður um málið urðu einnig mjög stuttar 1883.
Nefndarálitið var samþykkt án nokkurrar teljandi and-
stöðu í neðri deild, en í efri deild dagaði málið uppi í
Refnd á þessu þingi.
1) ísafold 8/8 ’83.
2) Þjóðólfur 16/6 ’83.
3) Alþt. 1883 C, bls. 138 o. áfr.
4) Sama, bls. 299 o. áfr.