Saga - 1961, Page 39
EFTIR ODD DIDRIKSEN
213
Þess vegna er þing okkar útlitum eins og hrafnaþing,
þar sem hver hoppar og hringsnýst um sína þúfu,
kroppar í koll eða bak náunganum, en engar fastar
meginskoðanir ráða.
Þær stóru hugsjónir vantar!“
Það verði að komast á „föst flokkaskipun", „byggð á
sameiginlegri viðleitni til að ná sama ákvörSuðu tak-
'tnarki". Það, sem vanti, sé stefnuskrá. Jón Ólafsson lýkur
greininni með ástríðuþrungnu ákalli til manna um það, að
gjöra þingræðiskröfu að þessari sameiginlegu stefnuskrá:
„Þingræði!
Að leita þess, það er að halda áfram starfi Jóns
Sigurðssonar. Það er að setja kórónuna á hans mikla
verk: sjálfsforræði Islands.
Það er markið og miðið, sem vér eigum að stefna
að allir.
Það er sá fáni, sem vér eigum allir að fylkja oss um.
Það er sá leiðarsteinn, sem á að sýna oss ina réttu
átt og stefnu.
Það er það heróps sigur-orð, sem á að bergmála í
brjóstum allra þeirra, sem unna stjórnfrelsi og sjálfs-
forræði ættjarðarinnar.“ x)
Þingræðiskröfur Þjóðólfs fengu engan stuðning hjá hin-
um tveimur blöðunum í Reykjavík. Bæði Isafold og Suðri
voru afar gætin í stjórnskipunarmálunum. Isafold þagði
ulgjörlega, en Suðri snerist strax til andstöðu við tillögu
Jóns Ólafssonar um að leggja út á „ið stórpólitíska haf“
°S krefjast þingræðis og frestandi synjunarvalds. Það
uiundi vera „alltof glannalegt og léttúðugt“ fyrir íslend-
lnga að hefja slíka baráttu fyrir þingræði, sem Jón Ólafs-
Son hefði auðsæilega fengið að láni frá þeim dönsku, á
sarna hátt og hann hefði fengið frestandi synjunarvaldið
að láni úr norsku grundvallarlögunum. Samt sem áður var
1) Þjóðólfur 19/1 ’84. Leturbreytingar eru Jóns Ólafssonar.