Saga - 1961, Side 41
EFTIR ODD DIDRIKSEN
215
vora og stofna pólitískt félag um allt land, „þjóð-
frelsisfélag", til þess að fylgja fram þjóðréttindum
vorum af fremsta megni, reyna til að fá umbætur á
stjórnarskránni, neitunarvaldi konungs, ráðgjafa-
stjórninni, skrifsnapastjórninni innan lands, einvalds-
dómaskipuninni, kirkjustjórninni o. s. frv.“
Þann 2. ágúst var haldin hátíð í Reykjavík til minning-
ar um það, að 10 ár voru liðin frá því, að stjórnarskráin
tók gildi. Sagt er, að á samkomuna hafi komið um 40
manns. Þar lagði Jón Ólafsson til, að stofnað yrði félag,
sem beitti sér fyrir þeirri stjórnmálastefnu, sem Þjóðvina-
félagið hafði upphaflega markað sér, segir Jón ólafsson
sjálfur í blaði sínu. Uppástungunni var vel tekið, segir þar
enn fremur, og allir fundarmenn lofuðu að ganga í félagið,
sem átti að heita „Ið íslenzka þjóðfrelsisfélag". Nefnd var
kjörin,og átti hún að gera uppkast að lögum handa félaginu.
Á sama fundi vék Jón Ólafsson í ræðu nánar að kröfum
sínum um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þar getur
bann þess, að í Noregi sé baráttan fyrir þingræðinu nú til
lykta leidd, og í Danmörku sé það „að eins stutt tíðar
spurning“, hvenær málið nái þar fram að ganga á svipað-
an hátt. „Þeir viðburðir, sem orðið hafa í Noregi, hafa
vakið athygli allrar Norðurálfunnar, og þá er eðlilegt að
við, sem erum nákomin niðjaþjóð Norðmanna. tökum inni-
legan þátt í þessu og lítum til þeirra sem fyrirmyndar."
Það líða varla nema nokkrir mánuðir, þar til Danakon-
ungur verður neyddur til þess að skipa ráðuneyti, sem
viðurkennir þingræðið, segir þar enn fremur. Nú er það
íslendingum nauðsynlegt að vera reiðubúnir að sæta lagi,
undir eins og til valda koma menn, sem hafa barizt fyrir
þingræði, „þ. e. einmitt fyrir því sama, sem vér þurfum
fyrir að berjast". ísland verður að öðlast sérstakan ráð-
herra, helzt íslending, eða a. m. k. mann, sem skilur ís-
lenzku fyrirhafnarlaust, „mann sem er nákunnugur öllum
högum vorum og háttum, ráðgjafa, sem sé skyldur til að