Saga - 1961, Qupperneq 42
216
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
mæta á alþingi sem einasti meðalgöngumaður milli kon-
ungsins og þingsins".
í þessari ræðu víkur Jón Ólafsson að því á sama hátt og
í greininni frá 19. janúar, að þetta sé ekki nægjanlegt.
Það verður að takmarka neitunarvald konungs eins og í
Noregi. Og hann rökstyður þá staðhæfingu með því, að
það sé ávallt hætta á, að konungur beiti neitunarvaldinu,
þegar hann sé ekki búsettur í landinu. Það sanni reynslan
í Noregi. Enn fremur gerir hann grein fyrir bæði siðferði-
legri og lagalegri hlið ráðherraábyrgðarinnar og leggur
áherzlu á, hve hin siðferðilega ábyrgð hafi reynzt mikil-
væg í Englandi, en þar séu ekki til nein ábyrgðarlög, held-
ur útilolci hin siðferðilega ábyrgð, að stjórn sitji þar að
völdum án þess að njóta trausts þings og þjóðar. „Það,
sem er lífs-spursmálið fyrir vora þjóð, er að fá þessa reglu
viðurkennda, þá reglu, að hver ráðgjafi, sem að nokkrum
staðaldri fær meiri hluta þjóðarinnar upp móti sér í veru-
legum áhugamálum hennar, hafi fyrirgert sínum sið-
ferðilega rétti til að halda stöðu sinni og sé því skyldur að
leggja niður völdin.“ x)
Jón Ólafsson orðar þingræðiskröfuna á engan hátt
hvassar en Jón Sigurðsson gerði 20 árum áður. Einnig hjá
honum er kjarni málsins hin neikvæða hlið þingræðisins,
hið raunhæfa neitunarvald þings gegn tilveru stjórnar-
innar. Islenzkt stjórnmálalíf hafði ekki heldur breytzt að
neinu ráði frá því á dögum Jóns Sigurðssonar. Skýrt mót-
aðir stjórnmálaflokkar voru þar enn ekki til. Jón Ólafsson
vann að vísu að því að stofna flokk utan alþingis. En á
þeim grunni, sem stjórnmál íslands stóðu á 9. tug aldar-
innar, var varla hægt að bera kröfuna um þingræði fram
á annan hátt en þann, að ráðherra yrði að segja af sér,
þegar hann nyti ekki lengur trausts meiri hluta þjóðfull-
trúanna í mikilvægum málum. í þessari ræðu gerir Jón
Ólafsson jafnvel ráð fyrir, að ráðherra geti setið um stund
1) Þjóðólfur, viðaukablað 27/8 ’84.