Saga - 1961, Síða 46
220 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
hann væru nauðsynlegar forsendur þingræðisstjórnar í
landinu. Hann telur samt ekki öruggt, að þessar endur-
bætur tryggi þingræðið, og telur því nauðsynlegt að tak-
marka synjunarvald konungs.1)
Óttinn við persónulegt konungsvald, háð dönskum áhrif-
um, mun hafa orðið til þess, að þeir Jón Ólafsson og Jón
Sigurðsson frá Gautlöndum komu fram með kröfuna um
frestandi neitunarvald. Þeir hafa auðsæilega báðir hlið-
sjón af atburðunum í Noregi; á þeim grundvelli reisa þeir
kröfur sínar. Samt sem áður virðist hafa verið dálítill
munur á forsendum þeirra fyrir kröfunni um frestandi
synjunarvald. Hjá Jóni Ólafssyni er hún eingöngu sprott-
in af því, að konungurinn er danskur og búsettur í Dan-
mörku. Væri öðru vísi í pottinn búið, telur hann, að seta
ráðherra á þingi leiði í réttu lagi til þingræðis. Jón Sig-
urðsson er hins vegar ekki jafnsannfærður um, að þing-
ræði sé tryggt, þótt slík stjórnarbót kæmist á, og þrösk-
uldurinn í vegi þess er ekki eingöngu hinn danski konung-
ur.2) Árangurinn af samstarfi ráðherra og þjóðfulltrú-
anna virðist honum einkum fólginn í betur undirbúnu
löggjafarstarfi. Af þeim sökum telur hann einnig æski-
legt, að æðstu embættismenn taki þátt í þingstörfum án
atkvæðisréttar. En hann telur auðsæilega, að sú hætta sé
ekki úr sögunni, að ráðuneytið snúist gegn vilja þing-
meirihlutans og ráði konungi að synja samþykktum laga-
frumvörpum um staðfestingu.3)
Hvorki Jón Ólafsson né Jón Sigurðsson frá Gautlönd-
1) Fróði 30/1 ’85.
2) Fróði 30/1 ’85: „Og þó vér fengjum nú þá breyting á yfir-
stjórn landsins, sem um er rætt hér að framan, er undir hælinn lagt,
hvort svo gott samkomulag verður milli þings og stjórnar, að öll
hætta fyrir lagasynjunum hverfi.“
3) „Þessa samvinnu að þingmálunum álítum vér aðalskilyrði
fyrir góðu samkomulagi milli þingsins og stjórnarinnar. Með því
einu móti ætlum vér, að lagasynjanir muni sjaldan eða aldrei koma
fyrir, og meiri líkindi til að lagasmiði þingsins verði vandlegar af
hendi leyst en ella.“ Fróði 8/4 ’85.