Saga - 1961, Blaðsíða 48
222
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
þingið í einhverju aðalmáli . . .“.1) Benedikt Sveinsson
setur ekki fram neina kröfu um þingræði í Andvara-grein
sinni 1885. Þar víkja aðeins nokkur ummæli að afstöðunni
milli þings og stjórnar á annan hátt en hin hefðbundnu
orð „full ábyrgð“. Hann skrifar þar m. a.: „Aðalafltaugin
og aðallífsmegin hennar [þ. e. lögbundinnar stjórnarskip-
unar] er fólgið í nánu sambandi og samvinnu, innbyrðis
trausti, aðstoð og leiðbeiningu ráðgjafastjórnarinnar og
hins löggefandi þjóðþings." Hann minnist ekkert á það,
hvað eigi að gera, þegar þjóðþing og ríkisstjórn brestur
samstarfsviljann, en síðar í greininni tekur hann fram, að
„það útheimtist. . . að þjóðin hafi svo ríflegt sjálfsforræði
ogsjálfsstjórn, að -hún geti gert vilja sinn að lögum . . .“.2)
Með þessum síðustu ummælum hefur hann varla átt við
afstöðu alþingis til hinnar innlendu stjórnar, heldur stöðu
íslands í ríkjasambandinu.
Þjóðólfur var eina blað landsins, sem barðist fyrir þing-
ræði. Norðanfari benti á, hve Islendingum væri það nauð-
synlegt að eignast ráðherra, sem gæti setið á alþingi, og
þingmenn heyrt álit hans og vísbendingar í tæka tíð og
kæmust þannig hjá að eyða bæði tíma og fé til einskis með
því að samþykkja lög, sem ekki fengju staðfestingu. Ann-
ars fylgdi blaðið kröfunni um skert neitunarvald.3) Bæði
Isafold og Suðri héldu því fram, að stjórnarskráin þyrfti
engrar breytingar við til þess landið eignaðist ráðherra,
sem kæmi til alþingis.4) En það er ekkert, sem bendir til
þess, að þeir hafi tengt alþingissetu ráðherrans við þing-
ræðisstjórn.
Þann 27. júní 1885, nokkrum dögum áður en alþingi
kom saman, var haldinn fundur á Þingvöllum, en þangað
1) Þjóðólfur 12/7 ’84.
2) Andvari 1885, bls. 202 og 213; leturbreyt. þar.
3) Norðanfari 15/12 ’84.
4) ísafold 23/7 ’84; Suðri 30/6 ’85.