Saga - 1961, Síða 50
224 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
fyrir öðrum málum og leggja tillögur alþingis frá 1873 til
grundvallar henni, sérstaklega tillöguna um jarlinn. Auk
þessa hafði ályktunin m. a. að geyma kröfu um árlegt al-
þingishald, rýmkun kosningaréttar og takmörkun synj-
unarvaldsins við það, sem gilti í Noregi. Um úrslit at-
kvæðagreiðslna er sagt, að tillagan um jarlinn var sam-
þykkt með „flestöllum" atkvæðum gegn einu, rýmkun kosn-
ingaréttarins „með meiri hluta atkvæða" og öll önnur
atriði voru samþykkt „með öllum þorra atkv.“, nema
ákvæðin um synjunarvaldið og árlegt alþingishald voru
samþykkt með 20 atkvæðum gegn ll.1)
Ályktun Þingvallafundarins var, þegar á allt er litið, sú
róttækasta, sem fram hafði komið, frá því að deilurnar
um stjórnskipunina hófust. Ályktunin gekk jafnvel lengra
í kröfum sínum en aðaltillögur alþingis frá 1873, en þar
var gert ráð fyrir persónusambandi við Danmörku og
væri stjórn landsins í höndum jarls með konunglegu um-
boði og innlends ráðuneytis. Sú tillaga náði nokkru lengra
en nefndarálitið á Þjóðfundinum 1851 og tillögurnar, sem
hið ráðgefandi alþingi hafði samþykkt áður. Þingvalla-
fundurinn 1873 hafði lýst sig fylgjandi persónusambandi
með vísikonungi, en þá var tillögu um frestandi synjunar-
vald nema í stjórnskipunarmálum vísað frá. Eindregnustu
stuðningsmenn kröfunnar um endurskoðun stjórnarskrár-
innar, þeir Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson frá Gautlönd-
um, kröfðust ábyrgðarstjórnar, sem ætti sæti á alþingi,
árlegs alþingishalds og frestandi synjunarvalds, — stjórn-
arbóta, sem áttu að tryggja, að þingræði yrði ríkjandi í
landinu. Þingvallafundurinn 1885 samþykkti ekki einung-
is frestandi synjunarvald án nokkra undantekninga í
stjórnskipunarmálum, heldur einnig persónusamband með
vísikonungi (jarli), auk árlegs alþingishalds og rýmkun
kosningalaga.
1) Þjóðólfur 2/5, 4/7 ’85, 4/6 ’86; ísafold 1/7 ’85; Fróði 17/6 ’85;
Fréttir frá íslandi 1885, bls. 3 o. áfr.