Saga - 1961, Síða 56
230
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
nefndinni, þótt hann væri einn helzti forvígismaður
stjórnarskrárbreytinganna. Svo virðist sem dálítill hópur
eða „klíka“, sem var kringum Tryggva Gunnarsson, oft
kölluð „riddaraliðið“ af því að Tryggvi var riddari af
Dannebrog, hafi ráðið úrslitum við nefndakjör og lagzt
á þá sveifina að þessu sinni að sniðganga Jón ólafsson.1)
Auk persónulegs ágreinings, sem á að hafa ríkt milli
þeirra Jóns og Tryggva,2) hefur Jón eflaust verið allt of
ögrandi róttækur ekki einungis fyrir Tryggva Gunnars-
son og þá, sem einkum áttu samleið með honum í stjórn-
málum, heldur einnig meiri hluta þingmanna.3)
Nefndin féllst á frumvarpið, en gerði á því ýmsar breyt-
ingar. Sú mikilvægasta var, að alþingi skyldi einungis
koma til funda annað hvert ár og kjörtímabilið vera sex ár,
þ. e. a. s. óbreytt frá því, sem þá gilti. Halldór Kr. Frið-
riksson skilaði séráliti. 1 stað stjórnarskrárbreytinga vildi
hann, að alþingi samþykkti ávarp til konungs um, að sér-
stakur ráðherra yrði settur yfir íslandsmál, helzt íslend-
ingur, sem tæki sæti á alþingi.4)
1) Suðri 8/9 ’83; Fróði 27/7 ’85; Þjóðólfur 29/1 ’86, 28/5 ’86.
2) Þjóðviljinn 21/10 ’87.
3) Jón Ólafsson segir sjálfur um þetta i opnu bréfi sínu í Fjall-
konunni 19/9 ’89: í raun og veru var sá „flokkur“, sem hafði mest
fylgi í flestum málum í neðri deild, „mótsnúinn" okkur frumvarps-
mönnum, en óttinn við kjósendur í væntanlegum alþingiskosningum
knúði samt sem áður ýmsa hálfnauðuga til þess að styðja endur-
skoðun stjórnarskrárinnar. Þeim, sem voru „veikir og tvískinnaðir
í málinu“, var ég sérstakur „þyrnir í augum“, og þeir „hölluðust
ósjálfrátt að Benedikt". Þetta kom skýrast fram við nefndarkjörið,
en þá tóku þeir höndum saman við andstæðinga málsins (Tryggva
Gunnarsson, Grím Thomsen, Halldór Kr. Friðriksson, Th. Thor-
steinson o. fl.). Á þann hátt tókst þeim að bola mér frá nefndinni
og setja þar í staðinn t. d. Halldór Kr. Friðriksson. Af stuðnings-
mönnum málsins varð „stjómvitringurinn Þórður frá Hattardal
(þ. e. Þórður Magnússon) tekinn fram yfir mig, segir Jón Ólafsson
að lokum með kaldhæðni og varpar glósum að nokkrum öðrum þin£'
mönnum, sem hann hafði ekki mikið álit á.
4) Alþt. 1885 C, bls. 180-188.