Saga - 1961, Side 66
240
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
þykkt. Ef málum var þannig háttað, verðum við að álíta
að fullyrðingar hans um það, að frumvarpið greiddi ekki
götu þingræðisins, séu sprottnar af sömu hvötum og hinar
röksemdirnar, sem hann beitti gegn samþykkt þess: póli-
tíska ástandið í Danmörku, óáran á Islandi, kostnaður við
aukaþing og að sú stjórnskipan, sem í frumvarpinu fólst,
yrði of kostnaðarsöm fyrir landið.1) Þessar röksemdir
miðuðu allar að því að snúa mönnum frá fylgi við frum-
varpið, ekki sízt bændafulltrúunum, svo að afgreiðsla þess
yrði stöðvuð á síðustu stundu.
Ræða Tryggva Gunnarssonar leiddi ekki til nýrra um-
ræðna. Við atkvæðagreiðslu fjölgaði andstæðingum frum-
varpsins aðeins um einn, þ. e. a. s. Tryggva sjálfan, og
frumvarpið var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 5.2)
Samkvæmt 61. grein stjórnarskrárinnar var alþingi
rofið með konunglegri tilskipun, nýjar kosningar ákveðn-
ar í byrjun júní 1886 og setning aukaþings ákveðin 28. júlí
sama ár. Jafnframt tilkynnti stjórnin fyrir fram, að frum-
varpið frá 1885 mundi ekki ná staðfestingu. Stjórnin sló
því föstu í þessari „auglýsingu“, að hún áliti stjórnar-
skrármálið til lykta leitt með stjórnarskránni frá 5. janúar
1874. Um hina endurskoðuðu stjórnarskrá sagði stjórnin,
að hún miðaði að skilnaði við Danmörku.3)
Sá boðskapur ríkisstjórnarinnar, að alþingi gæti ekki
vænzt staðfestingar á endurskoðun stjórnarskrárinnar
hafði allt önnur áhrif en stjórnin ætlaðist til. 1 stað þess
að sannfæra íslendinga um gildisleysi þess að fylgja fast
fram samþykkt alþingis, stuðlaði tilkynningin að því að
sameina nær alla um hina endurskoðuðu stjórnarskrá.
Jafnvel blöð, sem höfðu látið sér heldur fátt um stjóm-
skipunarmálið finnast, studdu nú af alefli það frumvarp,
1) Alþt. 1885 B, sp. 1466—”77.
2) Saraa, sp. 1477.
3) Stjórnartíðindi 1885 A, bls. 60—62.