Saga - 1961, Page 70
244
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
ingarnar áttu að verða þjóðaratkvæðagreiðsla um frum-
varpið um endurskoðun stjórnarskrárinnar, og önnur mál
áttu ekki að hafa nein áhrif á þær.
Þingmálafundirnir vorið 1886 voru f jölsóttari en nokkru
sinni áður,1) og flestir þeirra játuðu frumvarpinu stuðn-
ingi sínum.2) Á nokkrum fundanna voru bornar fram
kröfur um, að bætt yrði inn í alþingisfrumvarpið ákvæð-
um um frestandi synjunarvald og bann við bráðabirgða-
fjárlögum.3) Einn af þeim, sem breyta vildi alþingisfrum-
varpinu, var skólastjórinn Jón A. Hjaltalín, sem bauð sig
fram í Eyjaf jarðarsýslu. Á kjörfundi á Akureyri hélt hann
því fram, að frumvarpið um endurskoðun stjórnarskrár-
innar hefði ekki að geyma neina tryggingu gegn því, að
landstjórinn neitaði að staðfesta lög alþingis alveg á sama
hátt og konungur hafði gert. Frumvarpið veitti ófullnægj-
andi tryggingu gegn gjörræði af hálfu hinnar innlendu
stjórnar og ekki þyrfti annað en líta til Danmerkur til
þess að sjá dæmi þess, hve óheillavænlegar afleiðingar
slíkt gat haft í för með sér. Jón vildi þess vegna, að frum-
varpinu yrði breytt á þann hátt, að alþingi fengi óskorað
vald yfir f jármálunum og stjórnin hefði engan rétt til þess
að grípa til bráðabirgðalaga. Löng reynsla hafði sannað,
að þetta væri örugg vörn gegn gjörræði af ríkisstjórnar-
innar hálfu.4) Þess verður ekki vart, að slíkar tillögur um
breytingar á frumvarpi alþingis hafi um þessar mundir
átt verulegu fylgi að fagna meðal kjósenda.
Endurskoðunarmenn unnu, eins og kunnugt er, glæsi-
legan sigur í kosningunum. Allir þeir þingmenn, sem höfðu
greitt atkvæði gegn frumvarpinu 1885, féllu. Stærsta sig’-
ur unnu endurskoðunarmennirnir 1 Eyjafjarðarsýslu. Arn-
Ijótur ólafsson féll í kjördæmi sínu og dró Einar Ásmunds-
1) Sbr. B. Þórðarson, bls. 39.
2) Suðri 3/7, 10/8 ’86; Þjóðólfur 26/3, 16/4, 23/4, 21/5 '86;
Fréttir frá íslandi 1886, bls. 3 o. áfr.
3) Þjóðólfur 16/4, 21/5, 25/6 ’86.
4) Fróði 23/7 ’86.