Saga - 1961, Qupperneq 73
EFTIR ODD DIDRIKSEN
247
aði það alls ekki, að þau væru ónauðsynleg. Hins vegar
bæri sú staðreynd það með sér, að það væri sjaldan nauð-
synlegt að beita ábyrgðarlögum, „af því þau vofa eins og
sverð yfir höfðum ráðgjafanna". Og um enska fordæmið
sagði hann, að „þingræðisstefnan er orðin þar svo rótgró-
in hjá þjóðinni, að ekkert ráðaneyti leyfir sér annað en
að fara frá stjórninni . . . undir eins og það hefur meiri
hlut þingsins á móti sér“. „Ráðgjafarnir á Englandi hafa
þannig ábyrgðarlög, þó eigi séu það skrifuð lög . . .“ x)
Hann hélt áfram: „Hversu fráleitt mun það ekki vera
að segja, að hin siðferðilega ábyrgð nægi til að tryggja
með þingbundna stjórn? Hvað er þessi siðferðilega
ábyrgð? Hún er komin undir „individualiteti" eða hugs-
unarstefnu hvers einstaks manns . . . Það er því óhæfa að
nefna siðferðilega ábyrgð sem tryggingu fyrir þingrétt-
indum þjóðar, sem fengið hefir þingbundna stjórn . . .
Mennirnir eru eigi svo góðir sem þeir vera ættu, og lögin
eru fyrir þá, sem eigi eru eins góðir og þeir ættu að vera;
iögin verða að hafa fullkominn kraft, hvort sem hin sið-
ferðilega ábyrgð er nægileg eða ekki. . . . Vér göngum þá
út frá, að þessi lög séu óumflýjanlega nauðsynleg, ef að
stjórnarskipun og hin endurskoðaða stjórnarskrá á eigi
að vera á sandi byggð.“ * 2)
Benedikt Sveinsson leitaðist hér við að hrekja röksemd-
sem andstæðingar Jóns Sigurðssonar og vopnabræðra
hans á hinu ráðgefandi alþingi fyrir 1874 höfðu beitt gegn
Sildi hinnar stjórnskipulegu og lagalegu ábyrgðar,3) en
beim rökum hafði ekki verið hreyft á 9. tug aldarinnar.
Bnda þótt hann nefni hér í fyrsta sinn orðið þingræði eða
þingræðisstefnu, felst ekki í þeim setningum, sem hér eru
greindar, nein jákvæð krafa um, að hin innlenda stjórn,
Sem hann barðist fyrir að koma á laggirnar, væri þing-
!) Alþt. 1886 B, sp. 172 o. áfr.
2) Sama, sp. 173 o. áfr.
3) Sjá Alþt. 1867 I, bls. 867, 940; sama 1869, bls. 608 o. áfr., 610,
639 o. áfr.; sama 1871 I, bls. 732 o. áfr., 742, 897 o. áfr.