Saga - 1961, Side 76
250
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
því aðeins orðið að veruleika, að stjóm landsins yrði inn-
lend og ábyrg fyrir alþingi. Slík sjálfstjórn var talin for-
senda fyrir þjóðlegri framfarastefnu, og menn héldu, að
lagasynjanirnar hyrfu úr sögunni eða a. m. k. yrði sjaldn-
ar til þeirra gripið, þegar stjórn landsins yrði innlend.
Þeir gerðu ekki sérstaklega ráð fyrir, að meirihlutastjórn
settist að völdum, heldur töldu þeir, að nánara samstarf
tækist milli þings og stjórnar, og á grundvelli málefnanna
mundu þessir aðilar semja sín á milli um löggjöf, sem væri
nauðsynleg fyrir þjóðlega framfarastefnu, sem þá dreymdi
um. Menn gerðu sér yfirleitt ekki grein fyrir því, að póli-
tískar andstæður gætu ríkt milli þings og stjórnar, heldur
gæti í mesta lagi verið um að ræða málefnalegan ágrein-
ing um aðferðir við lausn ákveðinna viðfangsefna.
Það er að því leyti einkennandi, að Benedikt Sveinsson,
aðalmálsvari endurskoðunarinnar á alþingi, lagði aðal-
áherzluna á að færa stjórnina inn í landið, undan áhrifum
hins danska ríkisráðs, sem hefði nauðalitla þekkingu á
íslenzkum aðstæðum. Hann hélt því ákveðið fram, að or-
saka lagasynjananna væri að leita í því, að mál Islands
væru borin upp í danska ríkisráðinu. Á þennan hátt sagði
hann það, sem flestir þingmenn hugsuðu. Benedikt Sveins-
son áleit það æðstu köllun sína að knýja fram stjórnar-
skrárbundna sjálfstjórn. Hann virðist ekki hafa álitið
þingræði jafnmikilvægt og fól það mál framtíðinni. Jón
Ólafsson og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum lögðu hins
vegar aðaláherzluna á það, að alþingi yrði æðsti valdhafi,
jafnskjótt og stjórnarskrárbreytingin næði fram að ganga.
Þingræðiskrafan kemst á traustan grundvöU.
„Fyrir 1874 var aðaltakmark stjórnarbaráttunnar,
að fá constitution, svo að gjaldþegnarnir gætu haft
atkvæði með um lög og lof. Enn síðan það var fengið,
hefir ekki verið barizt fyrir neinu öðru en því að
draga störf stjórnarráðsins inn í landið, gera stjóm-