Saga - 1961, Síða 78
252 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
þingræði, og þá greindi að nokkru á um gildi þeirrar
stjórnskipanar, þá leikur enginn efi á því, að forystu-
menn stjórnarskrármálsins höfðu í huga þingræðislega
stjórnskipan, stjórn sem neyddist „til að beygja sig eftir
kröfum meiri hlutans“.
Dómur Hannesar Hafsteins um þjóðernisstefnuna fól
samt í sér að nokkru leyti rétta lýsingu. I hugum lang-
flestra íslendinga snerist stjórnarskrárbaráttan um þá
þjóðarkröfu að öðlast sjálfstæða, innlenda stjórn, eins og
hér hefur áður verið vikið að. Áður en endurskoðun stjórn-
arskrárinnar átti sér stað, hafði aðeins eitt blað beitt
sér skipulega fyrir því, að endurskoðunin leiddi til þess
að tryggja þingræði í landinu. Á þingmálafundum og
Þingvallafundinum 1885 virðist alls ekki hafa verið rætt
um það, hvernig þeirri ábyrgð, sem menn kröfðust, að
stjórnin væri bundin, yrði komið fram á hendur ríkis-
stjórnarinnar. Þingræði var ekki mikill þáttur í umræð-
um á alþingi. Benedikt Sveinsson beitti þar allri mælsku
sinni aðallega til þess að leggja áherzlu á, hve nauðsyn-
legt það væri að flytja stjórnina inn í landið úr höndum
hins danska ríkisráðs. Hann tekur að vísu einnig skýrt
fram, að nauðsynlegt sé, að stjórnin sé ábyrg fyrir alþingi
og samvinna sé milli þings og stjórnar. En hann fjallaði
lítt um skiptingu ríkisvaldsins og aðeins í aukasetningu
um það, að þingræði væri „lögskipað".
Gagnrýni Hannesar Hafsteins á stefnu stjórnarskrár-
baráttunnar getur virzt réttlætanleg, sé þetta haft í huga.
Almenn krafa um þingræði lá að minnsta kosti ekki fyrir.
Hin almenna krafa fjallaði um innlenda stjórn, sem væri
ábyrg fyrir alþingi, án þess að annar skilningur væri lagð-
ur í ábyrgðarhugtakið en sá, að hægt væri að draga ráð-
herrana fyrir landsdóminn og dæma þá, ef eitthvað var út
á embættisrekstur þeirra að setja. Samt sem áður var
krafan um þingræði, eins og við munum sjá, borin ótæpt
uppi milli þinga 1886 og 1887, og áður en Hannes felldi
dóm sinn um nýár 1888, hafði hún fengið mjög sterka fót-