Saga - 1961, Blaðsíða 84
258
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Isafjarðarsýslu frá 1884, hóf hér með 30 ára stjórnmála-
feril sinn með því að slást í hóp þeirra, sem vildu tryggja
sem bezt þingræðislega stjórnarhætti með endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Hann lauk námi í lögum í Kaupmanna-
höfn sama ár og hann varð sýslumaður. Þar hafði hann
orðið fyrir sterkum áhrifum af baráttu vinstri manna
gegn stjórn Estrups. Hann vissi, að það gæti verið nauð-
synlegt til þess að tryggja sigur þingræðisins á öllum árás-
um afturhaldsins að kveða fastara að orði en gert var í
stjórnarskrárlögunum frá 1886. Þau ákvæði, sem hann
vildi bæta í stjórnarskrána, voru engin nýlunda í póli-
tískri baráttu á Islandi. Jafnvel tillagan um bann við
bráðabirgðafjárlögum, sem sýnir gleggst áhrifin frá Dan-
mörku, hafði komið fram áður. Jón Ólafsson hafði komið
fram með slíka breytingartillögu á alþingi 1885, en hún
var felld. Skúli Thoroddsen hefur tæplega álitið, að öll þau
ákvæði, sem hann lagði fram, væru bráðnauðsynleg til
þess að tryggja sigur þingræðisins. Hann vildi geta slakað
til í samningum og vonaði með nokkru raunsæi, að þing-
ræði næði fram að ganga, þótt hann yrði að falla frá ýms-
um ákvæðum, einkum ákvæðinu um frestandi synjunar-
vald, ef samt sem áður tækist að fá innlenda stjórn.
Á þingmálafundum vorið 1887 kom í ljós, að það ríkti
alls ekki eining um næsta skref í stjórnskipunarmálinu.
Flestir fundirnir sendu alþingi ályktanir, sem þar voru
gerðar. Af þeim sést, að í 10 kjördæmum með 14 þing-
mönnum vildu menn, að um málið yrði fjallað í frum-
varpsformi. Tvö kjördæmi með þremur þingmönnum vildu
alls ekki, að fjallað yrði um málið, en fjögur kjördæmi
með 7 þingmönnum óskuðu þess, að alþingi léti sér nægja
að senda ávarp eða þingsályktun um, að stjórnin legði
fyrir alþingi 1889 frumvarp til endurbóta á stjórnar-
skránni. Fimm kjördæmi með 6 þingmönnum sendu al-
þingi engar skýrslur um fundi sína.1)
1) Sjá B. Þórðarson, bls. 42 o. áfr.