Saga - 1961, Qupperneq 87
EFTIR ODD DIDRIKSEN
261
aukakosningu: „ .. . með þingmennsku hans [Páls Briems]
byrjar nýtt tímabil í sögu stj órnarskrármálsins“.1)
Eftir frásögn Jóns Ólafssonar virðist Benedikt Sveins-
son hafa verið nær einn um þann fasta ásetning að leggja
frumvarpið fram breytingalaust, eins og það hafði verið
samþykkt 1885 og 1886. Nýir þingmenn studdu eindregn-
ast breytingakröfur Jóns Ólafssonar, menn, sem tóku fyrst
sæti á alþingi 1886 og 1887. Þeir voru hin unga þingmanna-
kynslóð, sem bjóst til þess að taka forystuna úr höndum
hinna öldnu, sem staðið höfðu í stjómarskrárbaráttunni
fyrir 1874, ungir stjórnmálamenn, sem vildu leggja höfuð-
aherzluna á þau atriði stjórnarskrármálsins, sem Bene-
dikt Sveinsson áleit ekki mikilvæg.
Þeir Benedikt Sveinsson, Páll Briem, Sigurður Stefáns-
s°n, Jón Jónsson og Þorvarður Kjerúlf lögðu frumvarpið
fram í neðri deild.2)
Tvær af þeim breytingum, sem gerðar höfðu verið á
frumvarpinu, höfðu verulegt gildi. Við 17. grein var bætt
ákvæði um það, að bráðabirgðalög skyldu falla úr gildi,
nema þau væru samþykkt af næsta alþingi, en áður stóð
Þar einungis, að þau skyldu lögð fram á næsta þingi. Inn
i 33. grein var bætt, að ekki væri hægt að innheimta skatta
°£ gjöld, fyrr en alþingi hefði samþykkt og konungur stað-
fjárlög fyrir tímabilið.3) Þetta var tillaga, sem Jón
Ólafsson hafði sett fram fyrst 1885.
Breytingin á 17. greininni fyllti upp í eitt skarðið á
Peim virkisvegg, sem róttækustu endurskoðunarmennirnir
oiuu, að hin endurskoðaða stjórnarskrá ætti að vera þing-
^æðinu. Eins og greinin var upphaflega, gat ríkisstjórnin
ullnægt bókstaf stjórnarskrárinnar, þótt hún legði bráða-
lrgðalög fram á alþingi ekki fyrr en undir þinglausnir
°e kæmi þannig í veg fyrir, að þau fengju endanlega af-
1) Fjallkonan 29/9 ’89; allar leturbreytingar þar.
2 Alþt. 1887 C, bls. 123.
) Sama, bls. 125 og 126; sbr. sama 1885 C, bls. 399.