Saga - 1961, Blaðsíða 89
EFTIR ODD DIDRIKSEN
263
breytingarnar á 33. grein segir einungis: „ÞaS hefir verið
fundið að hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, að hún girði
ekki nógu vel og rammlega fyrir það, að stjórnin geti gefið
út bráðabirgðalög, en ég ætla, að sú mótbára muni nú
hljóta að hverfa.“ x) Hann eyddi ekki mörgum orðum á
það hinna nýju ákvæða frumvarpsins, sem eflaust var hið
mikilvægasta.
Þau sker, sem Benedikt Sveinsson sagði, að Danir hefðu
strandað á, voru ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar um
bráðabirgðalög. í þeirri grein, sem heimilaði dönsku
stjórninni „i særdeles paatrængende Tilfælde“ að gefa út
>»forelöbige Love“, segir, nákvæmlega eins og í hinni end-
urskoðuðu stjórnarskrá frá 1886, — einungis að lögin „al-
tid bör forelægges den fölgende Rigsdag". Hin danska
stjórnarskrá hafði ekki heldur að geyma neitt skýrt ákvæði
Segn bráðabirgðafjárlögum svipað því, sem sett var í 33.
8T-> og þegar vinstrimannaflokkurinn hótaði að grípa til
tjárlagasynjana á 8. áratug aldarinnar 1 baráttunni fyrir
Þingræði, þá bar hægri stjórnin fyrir sig kenningar Henn-
mgs Matzens prófessors um það, að sú heimild, sem stjórn-
arRkráin veitir ríkisstjórn til þess að gefa út bráðabirgða-
iög, nái einnig til útgáfu fjárlaga.2) Þegar ráðuneyti
■^strups náði ekki samkomulagi við þjóðþingið árið 1877
Um einstök atriði fjárlaganna og vinstri menn, sem höfðu
bfeinan meiri hluta í deildinni, kröfðust, að stjórnin segði
af sér, þá svaraði hún með því að leysa upp ríkisþingið og
&af út í fyrsta sinn bráðabirgðafjárlög.3) Allt frá 1885
afði bað skeið gengið yfir Danmörku, sem nefnt hefur ver-
* »bráðabirgðatímabilið“ („provisorietstid"), og það hélzt
1 f894, en á þessu árabili ríkti ráðuneyti Estrups og afl-
a i sér nær ávallt tekna með bráðabirgðafjárlögum.4)
Alþt. 1887 B, sp. 484 og 490.
2) Himmelstrup, bls. 68 o. áfr., 88 o. áfr.
1 Sama, bls. 85; Engelstoft og Wendt, bls. 246.
) Hhnmelstrup, bls. 131 o. áfr.