Saga - 1961, Page 90
264
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Ákvæðið gegn bráðabirgðafjárlögum var komið inn í
frumvarpið andstætt vilja Benedikts Sveinssonar. Það er
því skiljanlegt, að hann var stuttorður í framsögu sinni
um hið nýja ákvæði í 33. greininni. En það kom einnig
skýrt fram við umræðurnar, að honum var mjög óljúft að
bera íslenzku stjórnarskrárbaráttuna saman við þau
stjórnmálaátök, sem þá áttu sér stað í Danmörku. Við
fyrstu umræðu vitnaði Þórarinn Böðvarsson til ástands-
ins í Danmörku og sagði, að hann vildi á engan hátt verða
til þess að steypa landinu út í sömu ógæfu.1) Benedikt
Sveinsson réðst á þessi orð hans og tók mjög skýrt fram,
að stjórnarskrárbaráttan snerist um rétt íslands til sjálf-
stjórnar í sérmálum sínum, og hann baðst undan öllum
samanburði við deilurnar í Danmörku, því að þær snerust
um, að hve miklu leyti stjórnarskráin heimili eða geri ráð
fyrir „svo nefndri „parlamentariskri" þingstjórn eður að
eins „constitutionel" eða takmarkaðri eða þingbundinni
einvaldsstj órn“.2)
Það var augljóslega mikilvægt fyrir Benedikt Sveins-
son, að deilan um þingræði fléttaðist ekki inn í íslenzku
stjórnarskrárbaráttuna. Skýringin er e. t. v. sú, að hann
vildi sneiða hjá því, að danska hægri stjórnin fengi enn
eina ástæðu til þess að neita að verða við kröfum Islend-
inga um endurskoðun stjórnarskrárinnar, og sú viðleitni
var e. t. v. hin raunverulega orsök þess, að hann var mót-
snúinn því að taka inn í frumvarpið skýrt ákvæði gegu
bráðabirgðafjárlögum.
Honum farast síðar í umræðunum orð á þennan hátt um
afstöðuna milli þings og stjórnar: „. . . það ætti að vera
aðalatriðið í augum vorum . . . að landstjóri með ráðgjöf-
um sínum eða stjórn og alþingi að hinu leytinu séu í góðu
samkomulagi og æskilegri samvinnu, . . . starfi og stjórn1
samkvæmt anda stjórnarskrárinnar; . . . Sjá menn ekki>
1) Alþt. 1887 B, sp. 369.
2) Saraa, sp. 370.