Saga - 1961, Side 93
EFTIR ODD DIDRIKSEN
267
staðið alveg jafnt að vígi, því að þá sprengdist stjórnar-
skráin, og ég fyrir mitt leyti skal játa, að ég álít sjálfsagt,
að þá sé það þingið, sem hefur fyllra vald heldur en stjórn-
in, enda hefur það sýnt sig annars staðar, til hvers hið
gagnstæða rekur.“ *) I dönsku stjórnarskránni, heldur
hann áfram, er stjórninni ekki markaður jafnþröngur bás
við útgáfu bráðabirgðalaga, en það varð Dönum „óbætan-
lega bölvun og ólán“ og orsök þess, að „ofbeldi stjórnar-
innar sprengdi. . . stjórnarskrána og varð banabiti sjálfs-
forræðis þjóðarinnar“. „Þessi grein [þ. e. 33. gr.] er svo
þýðingarmikil, að þótt ekkert stæði eftir af frv. nema hún
ein, þá væri með henni ráðin aðalbót á stjórnarskrá vorri.
Hún tryggir að fullu fjárveitingarvald þjóðarinnar, en
fjárveitingarvald er lykillinn að öllu sjálfsforræði.“ 1 2)
Jón ólafsson notar hér orðið „sjálfsforræði“ í svipaðri
merkingu og „lýðvald“, en ekki sem samheiti við „sjálf-
stjórn". Lýðvaldið hvíldi á því, að æðstu völd væru í hönd-
um fulltrúaþingsins, en bezta trygging fyrir slíkri skipan
Var í því fólgin, að f járveitingavaldið væri einungis í hönd-
um þjóðfulltrúanna, þeir einir hefðu völd til þess að ákveða
útgjöld ríkisins. Jón ólafsson taldi, að reynslan í Dan-
Uiörku hefði sýnt, að það væri nauðsynlegt að tryggja
frjóðfulltrúunum þetta fjárveitingavald með ákvæðum
^egn bráðabirgðafjárlögum í stjórnarskránni. Hins vegar
Uiinntist hann ekki á það, að ákvæðin gegn bráðabirgða-
lögunum áttu að tryggja alþingi þau æðstu þingræðisvöld,
Sem fólust í fjárlagasynjunum, en einmitt til þess mun
leikurinn hafa verið gerður.
Ákvæðin gegn bráðabirgðafjárlögum í 33. gr. stjórnar-
skrárfrumvarpsins frá 1887 höfðu í sér fólgin skýra kröfu
Urn þingræði. I allri stjómarskrárbaráttunni var þetta
skilyrðislausa bann við bráðabirgðafjárlögum traustasta
1) Alþt. 1887 A, sp. 801; leturbreyt. þar.
2) Sama st.; leturbreyt. þar.