Saga - 1961, Qupperneq 94
268 UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
fótfestan, sem krafan um þingræði nokkurn tíma náði í
stj órnarskrárfrumvarpinu sj álfu.
Árið 1884 markar tímamót í þeim þætti íslenzkrar
stjórnmálasögu, sem hófst með stjórnarskránni 1874. Sá
friður, sem einkennt hafði íslenzk stjórnmál allt frá því,
að stjórnarskráin tók gildi, var allt í einu rofinn með áður
óþekktum tilraunum til þess að móta skoðanir kjósenda.
Fyrir árið 1884 var allur þorri Islendinga áhugalítill um
endurskoðun stjórnarskrárinnar, en eftir þetta tímamóta-
ár snerust íslenzk stjórnmál aðallega um endurskoðunina
í tvo áratugi. Straumhvörfin urðu á hálfu öðru ári. Laga-
synjanirnar, sem á næstu árum urðu til þess að afla endur-
skoðunarkröfunni fylgis, náðu um þessar mundir hámarki.
Þær eru þó ekki nægileg skýring á straumhvörfunum. Þær
plægðu einungis jarðveginn, svo að áhrifin, sem bárust frá
stjórnmálabaráttunni í Danmörku og Noregi einmitt árið
1884, náðu betri rótfestu á íslandi.
Fremstur í flokki þeirra, sem boðuðu Islendingum hug-
sjónir þingræðisins, var blaðamaðurinn, stjórnmálamað-
urinn, skáldið Jón ólafsson og bóndinn Jón Sigurðsson frá
Gautlöndum. Þeir stuðluðu meir en nokkrir aðrir að því á
árunum 1884 og 1885 að gera endurskoðun stj órnarskrár-
innar að þjóðarkröfu. Jón Ólafsson hélt uppi stöðugum
áróðri fyrir þessu máli í Þjóðólfi, elzta blaði landsins.
Hann reyndi að stofna stjórnmálaflokk um málið, og jafn-
vel þótt það mistækist, þá vakti hann athygli. Flokkurinn,
sem Jón Sigurðsson stofnaði, lifði lengur og hafði meiri
áhrif í þá átt að safna kjósendum um endurskoðunarstefn-
una. Flokkur Jóns Sigurðssonar beitti sér fyrir Þingvalla-
fundinum 1885, sem hóf hátt endurskoðunarkröfur Islend-
inga og hafði eflaust úrslitaáhrif á afstöðu þingmanna til
stjórnarskrármálsins á alþingi árið 1885.
Það er eftirtektarvert, að það tókst að sameina þjóðina
um að hefja stjórnarskrárbaráttuna að nýju á slíku harð-
æratímabili, að hvert eymdarárið rak annað óslitið frá