Saga - 1961, Page 111
UM TYGILSSTYRK í ÍSL. HEIMILDUM
285
hverju biskupsdæmi ákveðið gjald til styrktar erkibisk-
upsefni. Kemur þar fram, að Gregoríus páfi hafi fyrrum
staðfest þessa sömu ályktun. Mun sennilega vera um Gre-
goríus IX. að ræða (1227—1241). Kæmi það vel heim við
bréf Magnúsar biskups og bréfin frá Stafangri.4)
Fyrst í stað ríkir alger þögn í 140 ár, þangað til annáls-
brotið frá Möðruvöllum í Hörgárdal skýrir frá útkomu
Oddgeirs biskups 1372 með bréf Þrándar erkibiskups um
subsidium pallii. Þrándur er talinn erkibiskup frá 1368
til 1381.5) Næst segir Flateyjarannáll, að Þorkell prestur
sæll og Hallur Magnússon (kjarni?) hafi komið út 1388
að heimta subsidium pallii erkibiskups vegna. Þá er erki-
biskup Vinaldi Hinriksson, frá 1386 til 1402.6) Við þessa
heimtun tygilsstyrkjarins á Finnur biskup Jónsson, er
hann segir í Historia Ecclesiastica, að Vinaldi hafi fyrst-
ur og ef til vill einn krafizt tygilsstyrkjar.7)
1 Staðarhraunsmáldaga þeim, sem útgefandi fornbréfa-
safns setur til ársins 1439, kemur fram, að porcio kirkj-
unnar í 32 ár hefur numið 900 álnum. Að jafnaði hefur
árleg porcio þá numið 28 y8 alin. Greitt hefur verið einu
sinni 15 álnir í subsidium pallii. Fer þá mjög nærri lagi,
að greiddur hafi verið helmingur af meðalporcio eins árs.
Textinn er gallaður í A-gerð.8) Ársetning er vafasöm.
Sennilega hefur ekki verið um Áskel erkibiskup að ræða,
sbr. bréf Ásláks hér á eftir. En þá væri e. t. v. um Vinalda
að ræða.
I máldagabók Ólafs Rögnvaldssonar er að finna fleiri
reikningsheimildir, sem eru óyggjandi.
1480 reiknaðist svo til, að í Felli í Sléttuhlíð hafi porcio
numið 10 álnum í 5 ár. Og var lofað að greiða 2 álnir í
fygilsstyrk, en það er porcio eins árs að meðaltali.9)
Að Kvíabekk luktust 1478 10 álnir vaðmáls í tygils-
styrk. 1485 reiknaðist porcio í 2 ár heilt hundrað.10)
Að Draflastöðum var reiknað pallíum 1480.1X)
Að Bægisá var reiknað pallíum tvívegis; fyrra skiptið
fyrir 1465 og var hálf porcio eða 30 álnir; í seinna skiptið