Saga - 1961, Qupperneq 113
UM TYGILSSTYRK í ÍSL. HEIMILDUM
287
ástand, sem ríkti á fyrra hluta 15. aldar á Norðurlöndum,
sem Kristófer og Kristján I. unnu síðan bug á.
Nú er eftirtektarvert, að bréf Magnúsar biskups hefur
varðveitzt í kópíubók Hinriks erkibiskups, er var eftir-
maður Ásláks. Sennilega hefur bréfið verið fært í kópíu-
bókina í sambandi við innheimtu tygilsstyrkjarins og ver-
ið einn liður í því að koma lagi á þennan þátt í fjármálum
erkistólsins; Hinrik erkibiskup hefur tekið við þessu í
lamasessi, því það er varla, að Gottskálk hafi kippt þessu
í lag á einu ári eða svo.
Síðast getur tygilsstyrkjarins í bréfságripi ögmundar
biskups, sem er sennilega frá vetrinum 1522—23. Þar er
styrkurinn skilgreindur sem öll kirkjutíundin af alkirkj-
u*n og hálfkirkjum, svo mikil sem fellur á einu ári. Skal
hún greidd í flytjandi eyri, sem er í vaðmálum, vararfeld-
urn, gulli eða silfri, í svörtum og gráum belgflegnum
skollaskinnum.18) Hér virðist þá loks vera innkomin regla
frá kirkjuþinginu í Konstanz, 1414—18, um að tekjur
fyrsta árs, fructus primi anni, skyldu vera tekjur allar
vegna ýmsra gjalda.
Eftir það getur ekki tygilsstyrkjarins í íslenzkum heim-
ildum.
TILVITNANIR
1) Á að lesast svo, en ekki 1230, sjá A. Bugge: Erkebiskop Hen-
rik Kalteisens Kopibog, Chria 1899, bls. 192, og útgáfu bls. 288 hér.
2) G. Storm: Afgifter fra den norske kirkeprovins, Chria 1897,
bIs- 113, 123 n.
3) P. A. Munch: Pavelige Nuntiers Regnskabs- og Dagböger,
Chria 1864, bls. 19—23, 45.
4) DI I 585—88.
5) G. Storm: Islandske Annaler, Chria 1888, bls. XX og 229. —
6) ibid. 415. — 7) I 454. — 8) DI IV 594. — 9) ibid. V 253. —
1°) ibid. 257. — 11) ibid. 270. — 12) ibid. 295. — 13) ibid. 301. —
14) ibid. 317. — 15) ibid. 344. — 16) ibid. VII 473. — 17) ibid. IV
760. — 18) ibid. IX 124.