Saga - 1961, Page 115
BRÉF MAGNÚSAR GIZURARSONAR
289
Um þessa endurútgáfu bréfsins.
Bréf Magnúsar biskups Gizurarsonar hefur varðveitzt
í afskrift frá því um 1450 í bréfabók Hinriks Kalteisens
erkibiskups í Niðarósi. Sú bók er nú geymd í bókasafni
háskólans í Bonn og er þar skrásett nr. 326. Er textann
að finna í II. kafla númersins, bls. 49a—49b. Texti bréfs-
ins er prentaður eftir ljósmynd, sem safnið í Bonn hefur
góðfúslega látið í té. Hann hefur áður verið prentaður í
Erkebiskop Henrik Kalteisens Kopibog. Udg. for det
norske historiske Kildeskriftfond ved Alexander Bugge.
Christiania 1899. Bls. 192. Nú er leiðréttur lestur á texta
handritsins.
Alexander Bugge segir í formála að áðumefndu riti,
bls. xxviii, að bréfið sé frá 1230. Þetta fær ekki staðizt.
Það er vafalítið, að Þórir þrænzki erkibiskup andaðist á
páskadag, 7. apríl 1230. Getur Sigurður tafsi ekki verið
titlaður erkibiskup hinn 8. maí það ár, því vígslu hefur
hann ekki fengið fyrri en eftir 9. sept. 1231. Sbr. bréf páfa
þenna dag, DN. I nr. 12 og XIX nr. 20f, sem segir m. a. að
erkibiskup í Niðarósi sé dauður. Kemur þá fram sam-
hljóðan við annála, er segja Sigurð tafsa kjörinn 1230,
vígðan 1231 og kominn heim til stóls síns 1232. Um Magn-
ús segir, að hann hafi farið utan 1229. 1230 fór hann úr
Björgvin til Þrándheims og dvaldist þar 1231, en kom út
1232 og hafði þá meðferðis bréf Sigurðar erkibiskups.
Þetta kemur heim við Guðmundar sögu biskups og íslend-
inga sögu. f Guðmundar sögu, kap. 101, er þess enn frem-
ur getið, að Sigurður erkibiskup hafi þá verið nýkominn
í land. Guðmundar saga hin yngsta er ekki vitnisbær um
tímasetningar á árabilinu 1223—30 vegna ruglings á röð
erkibiskupa, sem sennilegast stafar frá því, að höfundur
villist á kjöri Sigurðar ábóta í Tautru eftir Guttorm erki-
hiskup andaðan 1224 og kjöri Sigurðar tafsa 1230 og gerir
há eitt úr tvennu ólíku. Og Sturla lögmaður virðist fara
tímavillt í Hákonar sögu, kap. 139, þar sem hann setur
Saga — 19